Röng borg

Röng borg
(Lag og texti: Bubbi Morthens)

Í rökkrinu héldu hrafnarnir til,
á hendi voru með dauðs manns spil.
Ég sat sem fastast og fölleitur sá,
fyrsta sögnin geymdi ása þrjá
og ég vissi ég hafði valið rangt borð.

Með tóma vasa vonlaus ráfa um,
verð að koma mér frá skuldunum,
hér bíður aðeins eymd og kvöl,
ljósaskiltin sýnast sjúk og föl
og ég vissi að ég hafði valið ranga borg.

Það dugar ekki lengur
að ljúga svona drengur
á fyrsta farrými út í tómið,
samt líður þér vel
en þarna úti ríður enginn
klofvega neinum sel.

[af plötunni Bubbi Morthens – Allar áttir]