Skrýtnir sveinar

Skrýtnir sveinar
(Lag / texti: erlent lag / Jónatan Garðarsson)

Skrýtnir sveinar koma‘ í kvöld
bráðum koma jólin.
Einn er stirður, annar knár,
þriðji stór og fjórði smár,
fimmti hefur risa nef
gengur um og hnusar.

Skella hurðum, læðast um,
stelast oní potta,
sleikja þvöru, borða skyr,
Stúfur stendur aldrei kyrr,
Kertasníkir klókur er
í kerti sér að næla.

Jólasveinar hrópa hátt
er halda þeir til byggða.
Kunna ekki‘ að sitja hest,
segja sögur manna best,
í pokum sínum geyma þeir
kynstrin öll af gjöfum.

Flestir eru sveinarnir
fjarska góðir karlar.
Börnin safnast kringum þá,
allir krakkar gjafir fá
hópast kringum jólatré
og saman stíga dansinn.

[á plötunni Strumparnir bjóða gleðileg jól]