Söngur Sívertsen vagnstjóra
(Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk)
Sjá í Kardemommuborg
við búum allir vel.
Bílar þó ei sjáist hér
ég enga skaða tel.
Sporvagn er í gangi hér,
og annast aksturinn
og ökuþór er ég, Kom inn, kom inn.
Á korters fresti keyrum vér.
Já komið með, því rúm er hér.
Vér ökum borgarbrúnni að,
til baka þaðan. Frjáls af stað.
Það kostar ekkert, allt í lagi,
allir sætar kökur fá
og hér er gott að syngja saman
sanna gleði allir þrá.
Og þyki mönnum leiðin löng
þá líður tíminn fljótt við söng.
[af plötunni Kardemommubærinn – úr leikriti]