Þú ert ekki lengur

Þú ert ekki lengur
(Lag og texti: Bubbi Morthens)

Ég kom aftur einn kaldan dag
yfir frosinn fjörðinn.
Gamla fólkið fór heiðina
til að friða guð sinn,
himinninn var eitt sinn blár,
börnin farin að gleyma,
hjörtu þeirra sem upplýst hús
en það er enginn heima.

Gul beinin standa upp úr ísnum
þar sem við áðum fyrir langa löngu
og þú ert ekki lengur
lítill saklaus drengur.
Nei þú ert fugl sem flýgur aldrei meir.

Sjáðu vofurnar vangann strjúka,
varlega sitt kalda hold,
holum rómi hvísla í vindinn,
heimur þinn er líka mold,
himinninn var eitt sinn blár,
börnin farin að gleyma,
hjörtu þeirra sem upplýst hús
en það er enginn heima.

[af plötunni Bubbi Morthens – Allar áttir]