Þvottavísur fyrir Bangsa litla

Þvottavísur fyrir Bangsa litla
(Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk)

Baða litla bangsamann
með blautsápu mamma kann.
Hann skal nú fá hreinan feld
hvað sem verður seinna í kveld.
Hörð er skán á hnjám á þér
og hálsinn kolasvartur er,
undrunar mér alveg fær
hvað eru skitnar tær.
Betur skal ég, bangsi minn,
bursta á þér nefbroddinn,
einnig gá í eyrað þitt,
elsku krúttið mitt.
Buslar, buslar Bangsimann
í balanum hann við sig kann.
Er nú svona ekki neinn
á okkar landi hreinn.

[af plötunni Dýrin í Hálsaskógi – úr leikriti]