Tómas hólmgöngukappi

Tómas hólmgöngukappi
(Lag og texti: Bubbi Morthens)

Mig dreymdi að Tómas tvíburinn kæmi til mín
talandi um Jesús bróður sinn,
að hann yrði að fylgja honum alla leið, é
g yfirgefa mun móður og föður minn,
og englarnir sungu leið þín verður greið.

Það var um miðjan dag og hitinn fór hækkandi,
hjarta mitt þráði eilífan frið,
við settumst í skuggann og bróðir minn blíður
mælti: Á morgun Tómas förum við,
og englarnir sungu tíminn þinn líður.

Ég vissi að leiðin lá í átt til krossins,
lögmálið yrði hann að uppfylla,
við vorum eltir fram í svartasta myrkur,
þeir sögðu hans orð væri trúvilla,
og englarnir sungu trúin er þinn styrkur.

Ég fylgdi mínum bróður allt til enda
einn á krossinum dó hann snauður
Pétur hann fór í felur er haninn gól
og Júdas bróðir minn lá á blóðvelli dauður,
og englarnir sungu um herrans sól.

María Magdalena lærisveinn Jesú
leysti hann niður, þvoði hans sár,
hún þorði meðan við hinir hlupum flestir í felur
fyrir það hlaut hún blessun um aldir og ár.
Englarnir sungu trúin kærleikann elur.

Báðir vorum smiðir eins og faðir okkar,
til Indlands ég fór, höll að smíða,
græðarinn vissi, drottinn mælt hafði til mín,
Gondoforus konungur mátti ekki bíða.
Og englarnir sungu mikil verða laun þín.

Ég rak út djöful úr skurðgoði konungs
í frelsarans nafni ég boðaði trú,
þeir reistu hús guðs yfir gröfina mína
og yfir fljót efans ég reisti þeim brú.
Og englarnir blésu í lúðrana sína
og englarnir blésu í lúðrana sína.
[af plötunni Bubbi Morthens – Tvíburinn]