Útlaginn [2]

Útlaginn [2]
(Lag / texti: Karl O. Runólfsson / Davíð Stefánsson)

Útlægur geng ég einn og vegamóður
um eyðisand, –
á hvorki frændur, foreldra né bróður
né föðurland.

Mig sækir heimþrá, herra, gef mér vængi
og lát mig gleyma
að ég á hvergi heima.

Útlægur geng ég einn og vegamóður
um eyðisand, –
Um eyðisand.

[m.a. á plötunni Íslenska einsöngslagið 3 & 4 – ýmsir]
[fleiri lög eru til við þetta ljóð]