Veðurljóð

Veðurljóð
(Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk)

Regns er von úr austurátt,
ágúst liðinn, haustar brátt.
Þokuhettan, þung og grá,
þegar liggur fjöllum á.
Fólkið um hin byggðu ból
bjarga tekur sér í skjól
Þá regnhlíf nauðsyn reynist
er regnið byrgir sól.

Þegar tekur vetur völd
verða dægrin myrk og köld.
Napurt vindur norðan blæs,
nísta jörðu greiðar snæs.
Hvern sem hefur ekki átt
úlpu góða, kelur brátt,
norpa má í nepju,
nefið verður blátt.

Snúist vindur vestur í
vart er mikil bót að því.
Getur orðið æði hvasst,
allt má niður tjóðra fast.
Hver, sem regnhlíf rótar þá
rifinn verður jörðu frá,
borinn hátt til himins,
hvað skal gera þá?

[af plötunni Kardemommubærinn – úr leikriti]