Vísur gamals Árnesings

Vísur gamals Árnesings
(Lag / texti: Sigurður Ágústsson / Eiríkur Einarsson)

Þú Árnesþing, ég elska nafnið þitt,
þar upp til fjalla‘ er helgisetrið mitt,
er morgungeislans mildi fyrst ég naut
við móðurskaut.

Ég legg af stað án leiðsagnar og mals,
mér lokast hvergi vegur austan fjalls.
Ég sigli hraðbyr sumarloftið blátt
í sólarátt.

Í hinum gamla göfga minjasal
þú geymir Skálholt, Þingvöll, Haukadal.
Því segir Ísland: „Sjá, við háborð mitt
er sæti þitt“.

[m.a. á plötunni Árnesingakórinn í Reykjavík – Þú Árnesþing…]