Vögguvísa [3]

Vögguvísa [3]
(Lag / texti: erlent lag / Guðmundur E. Geirdal)

Sonur minn, sofðu í ró!
Söngfuglar blunda í mó
Vorkvöldið hreimþýðum hljóm
hjalar við dreymandi blóm.
Kvöldbjarmans himneska hönd
heillar í draumfögur lönd.
Svefninn þér sígur á brá,
sofðu, ég vaki þér hjá.
Ég vaki þér hjá.

[m.a. á plötunni Karlakór Reykjavíkur – Vögguljóð / Norrönafolket [78 sn.]]