
Björn Ásgeir Guðjónsson
Á þessum degi er eitt afmælisbarn tengt íslenskri tónlist á skrá Glatkistunnar.
Það er Björn Ásgeir Guðjónsson trompetleikari sem hefði átt afmæli á þessum degi en hann lést sumarið 2003. Björn Ásgeir (f. 1929) nam tónlist hér heima og í Danmörku og starfaði sem trompetleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands og reyndar í Svíþjóð einnig um tíma, hann stofnaði Skólahljómsveit Kópavogs og stjórnaði henni í áratugi en lék jafnframt með Lúðrasveit Reykjavíkur, Svaninum og fleiri sveitum auk þess að stjórna Lúðrasveit verkalýðsins og Hornaflokki Kópavogs, svo dæmi séu nefnd.
Vissir þú að tíu krónur af hverju seldu eintaki af smáskífu Ómars Ragnarssonar með laginu um Jóa útherja (1969) rann til Knattspyrnusambands Íslands?