Jólafriður [2]
(Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk)
Nú kviknar stjörnum öllum á,
til okkar ljómann ber.
Við kveikjum einnig kertaljós
í kvöld er húma fer.
Þá tekur kyrrð í veröld völd
þá verður hlýtt og bjart.
Og friður nær og fjær á jörð
er fegurst jólaskart.
Og börn fá marga góða gjöf
er gleður hjarta hvert.
En gleyma ei að þakka það
sem þó er mest um vert:
Að jólabarn í Betlehem
var borið þetta kvöld;
og flytur enn um frelsi boð
og frið á hverri öld.
[af plötunni Pálmi Gunnarsson og Sigurður Helgi Pálmason – Friðarjól]














































