Jólin eru að koma
(Lag / texti: Ingibjörg Þorbergs / Guðrún Jóh. frá Brautarholti)
Gaman er og gaman
í grænum silkikjól.
Í húsið eru’ að koma
hin hátíðlegu jól.
Kertaljósin loga
og lýsa eins og sól.
Afi minn og amma
þau eru nú svo fín.
Pabbi’ og mamma fara
í sparifötin sín.
Og Alli’ er núna þægur
þetta óþekktarskrín.
Og Alli’ er núna þægur
þetta óþekktarskrín.
Við leiðumst sem í leiðslu
litla tréð um kring.
Bjarmi bjartra ljósa
nú breiðir út geislahring.
Um jólabarnið Jesú
ég af hjarta syng.
[af plötunni Hvít er borg og bær – ýmsir]














































