Rondó tríó (1955-70)

Rondó var hljómsveit sem starfaði í fimmtán ár og lagði alltaf áherslu á að leika gömlu dansana þrátt fyrir ýmsa strauma og stefnur sem sjötti og sjöundi áratugurinn leiddi af sér í tónlistinni. Meðlimir Rondó voru upphaflega fjórir og því gekk sveitin fyrst um sinn undir nafninu Rondó kvartett. Sveitin lék fyrst og fremst í…

Rude boys (1984)

Hljómsveitin Rude boys (Rudeboys) var einhvers konar afsprengi pönksins, starfandi í Kópavogi sumarið 1984 og mun hafa spilað nokkuð opinberlega. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Lúlli [?], gítarleikari, Finnur [?] gítarleikari, Baldur [?] trommuleikari, Týri [?] söngvari og Þráinn [?] bassaleikari. Allar frekari upplýsingar um þessa sveit væru vel þegnar.

Ys (1983)

Hljómsveitin Ys úr Kópavogi var skipuð þeim Steini Skaptasyni og Birgi Baldurssyni og starfaði 1983. Hugsanlega voru fleiri í þessari sveit en engar upplýsingar finnast um það eða né um líftíma hennar.

Band nútímans (1982-85)

Hljómsveitin Band nútímans starfaði í Kópavogi á árunum 1982-85 og vakti töluverða athygli á sínum tíma, einkum fyrir að lenda í öðru til þriðja sæti í Músíktilraunum Tónabæjar haustið 1983 ásamt Þarmagustunum en Dúkkulísurnar sigruðu það árið. Í kjölfar árangursins í Músíktilraununum kom út lag með sveitinni á safnplötunni SATT 3. Sveitin sem spilaði nýrómantík…

Bar 8 [2] (1992-93 / 1999)

Hljómsveitin Bar 8 (Barátta) úr Kópavogi tók þátt í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1992 og var þá skipuð þeim Carl Johan Carlssyni gítarleikara, Arnþór Þórðarsyni bassaleikara, Steinarri Loga Nesheim söngvara (Kung fú o.fl.), Hannesi H. Friðbjarnarsyni trommuleikara (Buff o.fl.) og Haraldi Vigni Sveinbjörnssyni gítarleikara (Menn ársins o.fl.). Sveitin komst ekki í úrslit keppninnar en starfaði áfram…

Beri Beri (1982)

Beri Beri úr Kópavogi (1982) var í raun sama sveit og Geðfró, meðlimir voru Sigríður Beinteinsdóttir söngkona, Gunnar L. Hjálmarsson (Dr. Gunni) bassaleikari, Haukur Valdimarsson trommuleikari og Guðjón Steingrímur Birgisson gítarleikari. Nafnið Beri beri kemur úr lagi með hljómsveitinni Tappa tíkarrass. Sveitin varð ekki langlíf undir þessu nafni og sagan segir ýmist að forsprakki hópsins,…

Dúddabandið (1998)

Hljómsveitin Dúddabandið úr Kópavogi var starfandi 1988 og keppti þá um vorið í Músíktilraunum Tónabæjar og Bylgjunnar. Meðlimir sveitarinnar voru Ágúst Arnórsson, Högni Guðmundsson og Bjarni Björnsson sem allir rödduðu, auk Sigurðar Jónssonar gítarleikara og Bjarna Daníelssonar söngvara. Sveitinni var reyndar vísað úr keppni af ókunnum ástæðum.

F/8 (1980-81)

Hljómsveitin F/8 úr Kópavogi á nafn sitt að rekja til flokks 8 í Vinnuskóla Kópavogs sumarið 1980 en sveitin var stofnuð þegar vantaði tónlist í útvarpsþátt um vinnuskólana. Sveitin starfaði 1980 – 81 og innihélt þá Gunnar L. Hjálmarsson gítarleikara (Dr. Gunna) og Tryggva Þór Tryggvason söngvara (Fræbbblarnir) sem stofnuðu sveitina, aðrir meðlimir voru Björn…

Falcon [2] (1965-68)

Falcon úr Kópavoginum var starfandi að minnsta kosti á árunum 1965-68, þetta var bítlasveit og hafði á að skipa Björgvini Gíslasyni gítarleikara en aðrir meðlimir voru Sigurjón Sighvatsson bassaleikari, Óli Torfa [?], Siggi [?] og Biggi [?]. Steinar Viktorsson trommuleikari var að öllum líkindum í sveitinni 1965 og 66, og Ólafur Davíð Stefánsson söng með henni á…

Gakk (1984-85)

Fremur litlar upplýsingar er að finna um hljómsveitina Gakk, sem starfaði 1984 og 85, hún mun hafa gengið áður undir nafninu Barnsburður. Gakk starfaði í Kópavogi og voru meðlimir hennar þeir Sigurður Halldórsson bassaleikari, Birgir Baldursson trommuleikari, Ingólfur Örn Björgvinsson söngvari og Sigurður Ingibergur Björnsson gítarleikari. Einhvern hluta starfstíma sveitarinnar var hún tríó.

Geðfró (1981)

Hljómsveitin Geðfró var eins konar millibilssveit á milli F/8 og Beri Beri úr Kópavoginum, starfandi 1981. Sveitin var stofnuð upp úr F/8 og hafði að geyma Gunnar L. Hjálmarsson gítarleikara, Guðjón Steingrím Birgisson gítarleikara, Hauk Valdimarsson trommuleikara, Björn Gunnarsson bassaleikara og Sigríði Beinteinsdóttur (Stjórnin) söngkonu. Sigríður steig þarna sín fyrstu spor sem söngkona og mun…

Glott (1989-96)

Hljómsveitirnar Glott (Glottt) og Fræbbblarnir eru iðulega nefndar í sömu andránni enda tæknilega séð um sömu sveit að ræða lengst af. Fræbbblarnir sem upphaflega voru úr Kópavoginum höfðu hætt störfum 1983 en þegar ný sveit var stofnuð 1989 af Valgarði Guðjónssyni söngvara, Stefáni Guðjónssyni trommuleikara og Kristni Steingrímssyni gítarleikara sem allir höfðu verið í Fræbbblunum,…

Kópabandið (1976-79)

Kópabandið var níu manna sveit, afsprengi Skólahljómsveitar Kópavogs og starfaði líklega á árunum 1976-79. Þessi sveit hafði að geyma nokkra meðlimi sem síðar áttu eftir að vekja athygli á öðrum vettvangi í tónlistarheiminum s.s. Birgir Baldursson trommuleikara og Jóhann Morávek bassaleikara og kórstjórnanda. Einnig er hugsanlegt að Sigurður Flosason saxófónleikari hafi verið í Kópabandinu en…

Ma’estro (1968)

Hljómsveitin Ma‘estro (Maestro) var skipuð ungum meðlimum en hún starfaði um nokkurra mánaða skeið til ársloka 1968. Sveitina, sem var úr Kópavogi, skipuðu Ólafur Torfason söngvari, Halldór Olgeirsson trommuleikari, Sigurður Hermannsson gítarleikari, Páll Eyvindsson bassaleikari og Ari Kristinsson orgelleikari. Eiður Örn Eiðsson mun hafa verið viðloðandi sveitina en ekki liggur fyrir hvenær.

Moriarty (1988)

Hljómsveitin Moriarty úr Kópavogi keppti árið 1988 í Músíktilraunum Tónabæjar og Bylgjunnar. Meðlimir sveitarinnar voru Arnar Geir Ómarsson trommuleikari, Valur Bogi Einarsson gítarleikari, Finnur Björnsson hljómborðsleikari og Helgi Sigurðsson bassaleikari. Sveitin lék instrumental tónlist og lenti í fjórða sæti tilraunanna.

No comment (1991)

No Comment var hljómsveit úr Kópavogi og starfaði 1991. Árni Sveinsson, Halldór Geirsson og Kristinn Arnar Aspelund voru söngvarar sveitarinnar en Hlynur Aðils var gítar-, hljómborðs- og tölvuleikari. Sveitin keppti í Músíktilraunum vorið 1991 en komst ekki áfram. Hlynur hlaut hins vegar verðlaun sem efnilegasti hljómborðsleikari keppninnar það árið. Sveitin varð ekki langlíf.

Presto (1982)

Unglingahljómsveit með þessu nafni starfaði í Kópavoginum árið 1982 og lék þungt rokk. Engar upplýsingar er að finna um þessa sveit en allar slíkar mætti senda Glatkistunni

Stopp (1980)

Hljómsveitin Stopp starfaði sumarið 1980, hugsanlega í Kópavogi. Engar upplýsingar er að finna um þessa sveit en þær væru vel þegnar.

Stuðlatríó (1965-91)

Stuðlatríó(ið) (sem upphaflega kom úr Kópavogi) starfaði um ríflega tuttugu og fimm ára skeið (með hléum þó) á síðari hluta liðinnar aldar. Eftir nokkra rannsóknarvinnu er niðurstaðan sú að Stuðlatríóið og Stuðlar sé sama sveitin og hún hafi gengið undir mismunandi nöfnum eftir meðlimafjölda hverju sinni, gengið er út frá því þar til annað kemur…

Stuna úr fornbókaverslun (1983-84)

Hljómsveitin Stuna úr fornbókaverslun var skammlíf pönksveit og var skipuð nokkrum ungum Kópavogsbúum en þeir voru Gunnar L. Hjálmarsson (Dr. Gunni) gítarleikari, Steinn Skaptason bassaleikari, Trausti Júlíusson trommuleikari og Stefán Þór Valgeirsson söngvari. Sveitin starfaði líklega 1983-84 og hafði tekið upp sautján laga snældu snemma vors 1984, sem útgáfufyrirtæki Gunnars, Erðanúmúsík, ætlaði til útgáfu en…

Tacton (1966-67)

Tacton var hljómsveit, starfrækt í Gagnfræðiskólanum í Kópavogi fyrir margt löngu, líklega 1966 – 67. Meðal meðlima var Árni Blandon gítarleikari (Tatarar) en ekki liggja fyrir upplýsingar um aðra meðlimi eða sveitina almennt en hún mun hafa verið einn forvera þeirrar sveitar sem síðar nefndust Tatarar.

Te fyrir tvo (1982-83)

Hljómsveitin Te fyrir tvo (Tea for two / T42 / Tea 4-2) var starfrækt í Kópavoginum á árunum 1982-83 og þótti spila pönk í anda Purrks Pillnikk og Jonee Jonee, sem þá voru upp á sitt besta. Lög sveitarinnar voru stutt og án viðlaga og t.d. mun stysta lag hennar hafa verið 38 sekúndur en…

Tjalz Gissur (1990-96)

Kópavogssveitin Tjalz Gissur (Tjalz Gizur) starfaði um nokkurra ára bil fram undir miðjan tíunda áratug 20. aldar. Hún var stofnuð 1990, spilaði eins konar sýrurokk og vorið 1992 tók hún þátt í Músíktilraunum Tónabæjar án þess þó að komast í úrslit. Meðlimir sveitarinnar voru þá þeir bræður Kristinn söngvari og gítarleikari og Guðlaugur Júníussynir trommuleikari…

Útrás [2] (1982)

Útrás var rokkhljómsveit úr Kópavogi, hún tók m.a. þátt í fyrstu Músíktilraunum Tónabæjar sem haldnar voru haustið 1982. Sveitin komst ekki áfram í úrslitin. Meðlimir Útrásar voru Þórður Ísaksson gítarleikari, Aðalsteinn Bjarnþórsson gítarleikari, Guðbrandur Brandsson söngvari, Bjarni Þór Bragason trommuleikari og Bjarni Friðriksson bassaleikari. Ekki liggur fyrir hvort fleiri meðlimir komu við sögu sveitarinnar.

Þarmagustarnir (1983-84)

Hljómsveitin Þarmagustarnir vakti nokkra athygli um miðjan níunda áratuginn. Sveitin var stofnuð í Kópavogi haustið 1983 og stuttu síðar keppti hún í Músíktilraunum Tónabæjar, sem þá voru haldnar öðru sinni. Þar komust Þarmagustar í úrslit og enduðu í öðru til þriðja sæti ásamt Bandi nútímans en Dúkkulísurnar sigruðu Músíktilraunirnar það árið. Meðlimir sveitarinnar, sem var…

Ömmukórinn [1] (1980-98)

Sönghópur eða kór starfaði um árabil í Kópavogi undir nafninu Ömmukórinn. Að öllum líkindum er hann, eins og nafnið bendir til, kór eldri kvenna og var hann a.m.k. starfandi á árunum 1980-98, hugsanlega með einhverjum hléum. Allar upplýsingar varðandi þennan kór eru vel þegnar.