Hljómsveitin Tilbrigði var einhvers konar rokk- eða pönksveit starfandi á Ísafirði í kringum 1983.
Forsprakki sveitarinnar var Sigurjón Kjartansson (síðar kenndur við Ham og fleiri sveitir) en ekki liggja fyrir upplýsingar um aðra meðlimi hennar.
Tilbrigði átti efni á safnsnældunni Ísfizkar nýbylgjugrúbbur (dauðar og lifandi), sem Sigurjón var reyndar einnig útgefandi af.














































