Rannveig og Krummi (1967-69)
Tvíeykið Rannveig og Krummi var fyrstu kynslóð ungra sjónvarpsáhorfenda sérlega minnisstætt en þau voru góðkunningjar íslenskra barna á árunum 1967-69 og var sárt saknað lengi á eftir. Þegar Ríkissjónvarpið hóf göngu sína haustið 1966 kom fljótlega fram krafa um vandað sjónvarpefni fyrir börn. Kallinu var svarað snarlega með þættinum Stundinni okkar, sem reyndar er löngu…





























