Rannveig og Krummi (1967-69)

Tvíeykið Rannveig og Krummi var fyrstu kynslóð ungra sjónvarpsáhorfenda sérlega minnisstætt en þau voru góðkunningjar íslenskra barna á árunum 1967-69 og var sárt saknað lengi á eftir. Þegar Ríkissjónvarpið hóf göngu sína haustið 1966 kom fljótlega fram krafa um vandað sjónvarpefni fyrir börn. Kallinu var svarað snarlega með þættinum Stundinni okkar, sem reyndar er löngu…

Rannveig og Krummi – Efni á plötum

Rannveig og Krummi Útgefandi: Hljómplötuútgáfan s.f. Útgáfunúmer: HÚ 001 Ár: 1967 1. Nefið mitt er soldið svart 2. Sængin hans krumma 3. Atte katte noa 4. Karólína frænka 5. Siggi fer á fjöll Flytjendur:  Rannveig Jóhannsdóttir – söngur og leikur Krummi Krummason (Sigríður Hannesdóttir) – söngur og leikur Jakob Halldórsson – gítar Jón Kristinn Cortez…

Rapsodia (1974)

Hljómsveit að nafni Rapsodia var að líkindum starfandi á Austurlandi 1974, hugsanlega á Norðfirði. Allar upplýsingar um þá sveit væru vel þegnar.

Rapsódía (1976-79)

Á Akranesi var hljómsveit á áttunda áratugnum sem hét Rapsódía (iðulega nefnd Rabsódía í auglýsingum Morgunblaðsins). Ekki liggja fyrir upplýsingar um hversu lengi sveitin starfaði en hún var þó að minnsta kosti starfandi á árunum 1976 til 1979, hugsanlega þó með hléum. Sumarið 1979 var sveitin í pásu en ráðgert var þá að hún myndi…

Rask [1] (1990-91)

Í raun mætti segja að hljómsveitin Rask væru tvær hljómsveitir Bubba Morthens, sem störfuðu með u.þ.b. árs millibili. Bubbi hafði unnið að og gefið út sólóplötuna Sögur af landi árið 1990, og þegar að því kom að kynna plötuna fór hann af stað með hljómsveit sem hann kallaði Rask, en það hafði verið eins konar vinnuheiti…

Rask [2] (1993-94)

Hljómsveitin Rask vakti nokkra athygli um miðbik tíunda áratugarins fyrir vasklega framgöngu á böllum og lög sem komu út á safnplötum, sveitin boðaði breiðskífu sem aldrei kom þó út. Rask var líklega stofnuð 1993 og skartaði söngkonunni Sigríði Guðnadóttur sem þá hafði nýlega vakið mikla athygli fyrir lagið Freedom sem hún flutti ásamt Jet Black…

Rasp [1] (1990-92)

Dúett sem bar nafnið Rasp starfaði um tveggja ára skeið í byrjun tíunda áratugar síðustu  aldar, nánar tiltekið á árunum 1990 til 1992. Meðlimir Rasps voru þeir Magnús Axelsson og Höskuldur Kári Schram en sveitin var fyrst og fremst tilraunasveit og kom líklega aldrei fram opinberlega, þeir félagar sendu frá sér tvö lög á safnkassettunnia…

Rassar (1969-70 / 2019-)

Hljómsveitin Rassar var skólahljómsveit Héraðsskólans á Núpi í Dýrafirði veturinn 1969-70. Rassar var tríó, skipað þeim Rúnari Þór Péturssyni, Agli Ólafssyni og Benedikt Helga Benediktssyni. Ekki liggur fyrir hvernig hljóðfæraskipanin var utan þess að Benedikt lék á trommur, líklegast lék Rúnar Þór á gítar og Egill á bassa. Þeir Rassar fóru ekki alltaf eftir reglum…

Rauðhetta [tónlistarviðburður] (1976-78)

Útihátíðin Rauðhetta var haldin þrívegis við Úlfljótsvatn á sínum tíma, þar léku vinsælustu hljómsveitir landsins fyrir unglinga á aldrinum 12-20 ára. Að nafninu til var um bindindishátíð að ræða á vegum skátanna og gefið var út fyrir fyrstu hátíðina sem haldin var um verslunarmannahelgina 1976, að um væri að ræða skemmtun án áfengis. Lítið var…

Rauðir fletir – Efni á plötum

Rauðir fletir – Ljónaskógar Útgefandi: Steinar Útgáfunúmer: PLAT 1517 Ár: 1986 1. Þögn af plötu 2. Þér til heiðurs 3. Lionwoods 4. Athyglisverð orð Flytjendur: Ingólfur Sigurðsson – trommur Davíð Freyr Traustason – söngur og raddir Kolbeinn Einarsson – gítar Bragi Bragason – gítar Hermann Jónsson – bassi Bergur Már Bernburg – hljómborð Rauðir fletir…

Kór Rauðsokka (1978-82)

Ótrúlega fáar heimildir er að finna um Sönghóp / Kór Rauðsokka, sem þó var nokkuð áberandi á samkomum kvenréttindafólks á áttunda áratugnum. Í fyrstu var um að ræða lítinn hóp sem gekk undir nafninu Sönghópur Rauðsokka (Sönghópur Rauðsokkuhreyfingarinnar) og kom fyrst fram vorið 1978 en hann var stofnaður upp úr Kór Alþýðumenningar sem þá hafði…

Rauðir fletir (1986-87)

Reykvíska hljómsveitin Rauðir fletir vakti mikla athygli á sínum tíma þegar mikil deyfð var yfir rokksveitum á Íslandi, sveitin hafði háleit markmið, lifði fremur stutt en sendi þó frá sér tvær plötur. Davíð Freyr Traustason hafði verið söngvari í hljómsveitinni Röddinni og fengið nokkra athygli með þeirra sveit þegar hann ásamt Ingólfi Sigurðssyni trommuleikara (SSSól,…

Rauðu hundarnir (1992-93)

Engar upplýsingar finnast um hljómsveitina Rauðu hundana en sveitin átti þrjú lög á tveimur Lagasafns-safnplötum, 1992 og 93. Leiða mál líkum að því að sveitin sé skipuð þjóðþekktum tónlistarmönnum sem ekki vildu opinbera nöfn sín en menn hafa giskað á nöfn Magnúsar Kjartanssonar og Bjarna Arasonar sem söngvara sveitarinnar. Allar upplýsingar varðandi Rauðu hundana væru…

Raybees (1996-97)

Rokkhljómsveitin Raybees kvað sér hljóðs 1996, boðaði frumsamið efni en hvarf í ársbyrjun 1997. Snorri Snorrason söngvari, Örvar Omri Ólafsson gítarleikari, Jón Árnason gítarleikari, Brynjar Brynjólfsson bassaleikari og Óskar Ingi Gíslason trommuleikari skipuðu Raybees.

Razzmatazz (1985-88)

Razzmatazz var dúett þeirra Ragnhildar Gísladóttur og Jakobs Frímanns Magnússonar og starfaði á níunda áratugnum, ef til vill lengur. Sigtryggur Baldursson trommuleikari og Skúli Sverrisson voru einnig viðloðandi sveitina en ekki liggur fyrir hvort þeir voru fastir meðlimir hennar.

RÁ-kvartettinn (1989)

RÁ-kvartettinn var söngkvartett starfandi á Hvolsvelli árið 1989, hugsanlega lengur. Söngmennirnir fjórir voru Sölvi Rafn Rafnsson, Sigurður Oddgeir Sigurðarson, Sigmundur Sigurðarson og Guðjón Halldór Óskarsson, þeir voru allir um tvítugt.

Rea (1993)

Hljómsveit með þessu nafni var auglýst á tónleikum í Reykjavík vorið 1993, ásamt fjölmörgum öðrum sveitum sem áttu það sammerkt að vera skipaðar ungum tónlistarmönnum, og spila rokk. Allar upplýsingar um hljómsveitina Rea væru vel þegnar.

Red house (1991-93)

Blússveitin Red house fór mikinn í blúsdeild skemmtistaða borgarinnar á árunum 1991-93. Sveitin sem kom fyrst fram vorið 1991 var tríó, skipað Færeyingnum James Olsen trommuleikara, Pétri Kolbeinssyni bassaleikara og Kanadamanninum Georg Grosman söngvara og gítarleikara. Red house lék mestmegnis á skemmtistaðnum Gikknum við Ármúla en einnig á ýmsum blústengdum samkomum. Örlygur Guðmundsson hljómborðsleikari lék…

Reðr (1981-84)

Hljómsveitin Reðr mun hafa starfað í Hlíðunum á níunda áratug síðustu aldar. Reðr mun upphaflega hafa verið starfandi í Hlíðaskóla og síðan Menntaskólanum við Hamrahlíð, sé tekið mið af því gæti sveitin hafa verið starfandi u.þ.b. á árunum 1981-84. Meðlimir sveitarinnar Einar Rúnarsson hljómborðsleikari (Sniglabandið, Blúsmenn Andreu o.fl.), Guðbrandur Gísli Brandsson söngvari, Gunnar Örn Sigurðsson…

Reggae on ice (1992-99)

Þótt Reggae on ice muni seint skipa sér meðal stærstu hljómsveita íslenskrar poppsögu er þó tvennt sem hennar verður minnst fyrir, annars vegar að vera fyrsta hljómsveitin á Íslandi til að sérhæfa sig í reggí-tónlist, hins vegar fyrir að ala upp af sér tónlistarmennina Matthías Matthíasson og Stefán Örn Gunnlaugsson. Réttast er að tala um…

Reggae on ice – Efni á plötum

Reggae on ice – Í berjamó Útgefandi: Reggae on ice Útgáfunúmer: R.ice CD 001 Ár: 1996 1. Hvers vegna varst’ ekki kyrr 2. Lóan (er komin) 3. Three little birds; Redemption song 4. Reggae nights 5. Uppí sveit 6. Í berjamó 7. Many rivers to cross 8. Lolita 9. Redemption song 10. Vatnsbólið 11. Húðflúraðar…

Raddbandið [1] (1983)

Árið 1983 var starfandi sönghópur undir nafninu Raddbandið, og skemmti hann á ýmsum kosningasamkomum tengdum alþýðubandalaginu með baráttusöngvum eins og það var orðað í auglýsingum þess tíma. Engar upplýsingar finnast hins vegar um meðlimi eða fjölda þeirra sem skipuðu hópinn, eða um tilvist hans annars almennt.

Afmælisbörn 14. apríl 2015

Glatkistuafmælisbarn dagsins er aðeins eitt að þessu sinni: Hvergerðingurinn og kennarinn Heimir Eyvindarson lagahöfundur og hljómborðsleikari hljómsveitarinnar Á móti sól er 47 ára gamall. Hann hefur lengst af starfað með Á móti sól  sem á tuttugu ára starfsafmæli á þessu ári en einnig má nefna sveitir eins og Dansband EB, Jónas, Ljósmund, Pass (frá Mars),…

Afmælisbörn 13. apríl 2015

Fimm afmælisbörn dagsins eru eftirfarandi: Skagfirðingurinn Geirmundur Valtýsson er 71 árs en hann þarf varla að kynna neitt sérstaklega. Hann hefur til þessa dags starfrækt eigin sveitir frá 1971 en hafði áður leikið með Rómó og Geira, Hljómsveit Hauks Þorsteinssonar og Flamengo. Hann hefur gefið út á annan tug platna og hafa mörg laga hans notið…

Afmælisbörn 11. apríl 2015

Á þessum degi eru tónlistartengd afmælisbörn Glatkistunnar fimm talsins: Pétur Hjaltested hljómborðsleikara skal fyrstan nefna en hann er 59 ára, fáir hafa líklega leikið með jafn mörgum hljómsveitum og Pétur en hér eru aðeins nefndar Paradís, Póker, Friðryk, Xport, Birta, Borgís, Brimkló, Cogito, Egó, Faraldur, Eik og Haukar, og plöturnar sem hann hefur leikið inn…

Afmælisbörn 8. apríl 2015

Þrjú afmælisbörn koma við sögu í dag: Söngkonan Hjördís Geirsdóttir er 71 árs en hún á að baki gæfuríkan söngferil, fyrst með Söngsystrum en síðar með sveitum eins og Caroll quintet, Safír sextett og Hljómsveit Karls Lilliendahl áður en hún hóf að syngja með hljómsveit bróður síns, Gissurar Geirs. Aðrar sveitir má nefna, t.d. Leikhústríóið,…

Afmælisbörn 7. apríl 2015

Þrjú afmælisbörn heiðra þennan dálk Glatkistunnar í dag og þar af er eitt stórafmæli: Megas (Magnús Þór Jónsson) er sjötugur á þessum merkisdegi. Megas þarf auðvitað ekki að kynna sérstaklega en hann hefur verið einn af frægustu tónlistarmönnum þjóðarinnar allt því því að hans fyrsta plata kom út árið 1972. Síðan hafa komið út á…

Afmælisbörn 6. apríl 2015

Í dag eru fjögur tónlistartengd afmælisbörn í gagnabanka Glatkistunnar: Ásgeir Tómasson tónlistarspekúlant, blaðamaður, dagskrárgerðarmaður og margt annað, er 61 árs. Hann hefur skrifað um tónlist á flestum dagblöðum landsins auk þess að hafa annast þáttagerð í útvarpi. Georg Hólm bassaleikari Sigur rósar er 39 ára, áður en hann gerði garðinn frægan með Sigur rós hafði…

Afmælisbörn 5. apríl 2015

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Fyrst skal telja tvíburabræðurna frá Vestmannaeyjum, þá Gísla og Arnþór Helgasyni sem eru 63 ára. Framan af störfuðu þeir bræður mikið saman, fóru um landið og léku saman á mörgum tónleikum ungir að árum um miðjan sjöunda áratuginn og létu sjónskerðingu ekki aftra sér í því.…

Óttarlegur samtíningur

Gunnlaugur Briem – Liberté Gramy records GR114, 2014   Gunnlaugur Briem er líklega þekktasti trommuleikari landsins, hann hefur leikið með Mezzoforte nánast síðan hann var krakki og einnig með sveitum eins og Model, GCD, Mannakornum, Ríó tríói, Sléttuúlfunum og Ljósunum í bænum, aukinheldur hefur hann leikið á plötum nánast allra tónlistarmanna á Íslandi sem eitthvað…

Afmælisbörn 4. apríl 2015

Afmælisbarn dagsins er eftirfarandi: Friðrik G. Sturluson bassaleikari frá Búðardal á stórafmæli en hann er fimmtugur á þessum degi. Friðrik hafði leikið með ýmsum hljómsveitum s.s. Hendingu, Suðvestan hvassviðri og Mao áður en leið hans lá í Sálina hans Jóns míns en með þeirri sveit hefur hann gert garðinn hvað frægastan síðan. Friðrik hefur einnig…

Allar plötur Ragga Bjarna komnar í gagnagrunn Glatkistunnar

Rétt er að vekja athygli á að upplýsingar um allar plötur stórsöngvarans Ragnars Bjarnasonar (Ragga Bjarna) eru nú komnar í gagnagrunn Glatkistunnar, eða um fimmtíu talsins. Segja má að söngferill Ragnars spanni allar tegundur útgáfuformsins en fyrstu plötur hans komu út á 78 snúninga plötum (1954), næst komu 45 snúninga plöturnar til sögunnar, þá breiðskífurnar…

Ragnar Bjarnason – Efni á plötum

Ragnar Bjarnason [78 rpm] Útgefandi: Músikbúðin Tóníka Útgáfunúmer: P 100 Ár: 1954 1. Í draumi með þér 2. Í faðmi dalsins Flytjendur:  Ragnar Bjarnason – söngur KK sextettinn: – Kristján Kristjánsson – [?] – [engar upplýsingar um aðra flytjendur] Ragnar Bjarnason og Ingibjörg Þorbergs [78 rpm] Útgefandi: Músikbúðin Tóníka Útgáfunúmer: P 102 Ár: 1954 1. All of…

Sigurður Sigurðsson heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur 2015

Við setningu Blúshátíðar í Reykjavík 2015 sl. laugardag, var Sigurður Sigurðsson munnhörpuleikari og söngvari útnefndur heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur. Sigurður hefur verið  áberandi í íslenskri blústónlist áratugum saman, hann var söngvari og blés í munnhörpu með hljómsveitinni Kentár (Centaur) sem stofnuð var árið 1982. Kentár var öflug tónleikasveit sem kom með ferska strauma inn í blúslíf landsmanna.…

Afmælisbörn 2. apríl 2015

Eitt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Stefán Örn Arnarson sellóleikari er 46 ára gamall, hann nam hér heima og í Bandaríkjunum og gaf út plötu árið 1996 með verkum úr ýmsum áttum, þar sem sellóið er í aðalhlutverki. Sellóleik hans er einnig að finna á plötum ýmissa tónlistarmanna eins og títt er…

Afmælisbörn 1. apríl 2015

Aðeins eitt afmælisbarn er skráð á þessum gabbdegi: Andri Hrannar Einarsson trommuleikari hljómsveitarinnar Áttavilltar er 46 ára gamall í dag. Andri var einnig viðloðandi sveitir eins og KFUM & the andskotans, Langbrók, Saga Class og Silfur. Andri er frá Siglufirði og þar elur hann manninn einmitt í dag, annast dagskrárgerð í útvarpi og starfar í…