Þungarokkssveitin Ruth var skammlíf hljómsveit, hún hafði reyndar gengið undir nafninu Black widow áður en breytti nafni sínu sama dag og hún kom fram á Listahátíð unga fólksins, sem haldin var í janúar 1986.
Engar upplýsingar liggja fyrir um meðlimi sveitarinnar en ætla má að saga Ruthar sé ekki lengri en sem nemur þessum einu tónleikum sveitarinnar undir því nafni.














































