Reykjavík guitarama – í fyrsta sinn á Íslandi

Reykjavik guitaramaAlþjóðlega gítarhátíðin Reykjavík Guitarama er nú haldin í fyrsta sinn á Íslandi en hún fer fram í Háskólabíói laugardagskvöldið 3. október nk. klukkan 20:00.

Á Reykjavík Guitarama stíga á stokk vel valdir gítarleikarar og sýna hvað má galdra úr hljóðfærinu. Björn Thoroddsen stýrir hátíðinni sem hefur þegar verið haldin í Kanada, Noregi og Bandaríkjunum og eru gestir hans ekki af verri endanum. Einn virtasti gítarsnillingur allra tíma, Al Di Meola, hefur boðað komu sína, en hann er einna þekktastur fyrir plötuna Friday Night in San Francisco. Sömuleiðis mun ameríska blússtjarnan Robben Ford spila á Guitarama, en hann hefur fimm sinnum verið tilnefndur til Grammy verðlauna. Frá Ítalíu mætir Peo Alfonsi og blúsarinn Brynhildur Oddsdóttir leikur á gítar fyrir hönd Íslands, ásamt Birni sjálfum sem þarf vart að kynna, enda einn afkastamesti gítarleikari íslensku tónlistarsögunnar. Á trommum verður Jóhann Hjörleifsson og Róbert Þórhallsson á bassa.

Miða er hægt að nálgast á midi.is