Afmælisbörn 13. október 2015

Sigurður Bjóla

Sigurður Bjóla

Eitt afmælisbarn kemur við sögu Glatkistunnar í dag:

Sigurður Bjóla Garðarsson tónlistarmaður er sextíu og þriggja ára gamall. Bjólan eins og hann er oft kallaður hefur að margra mati haldið sig alltof mikið til hlés í tónlistinni en hann er kunnastur fyrir framlag sitt með Spilverki þjóðanna og Stuðmönnum, hann var til að mynda hugmyndasmiðurinn að tívolí-þemanu á samnefndri plötu Stuðmanna. Sigurður starfaði síðar með Pétri Stefánssyni undir nafninu PS & Bjóla og með Valgeiri Guðjónssyni undir nafninu Jolli og Kóla en hann hefur mestmegnis síðustu árin verið við takkana í hljóðverum landsins.