
Karlakórinn Bragi
Áhugamenn um kóratónlist fá nú enn einn skammtinn af karlakórum frá síðustu öld inn í gagnagrunn Glatkistunnar. Þetta er næst síðasti karlakóraskammturinn í bili og raðast þeir að mestu leyti inn í K-ið.
Meðal karlakóra sem nú komu inn eru Geysir, Goði, Ernir, Fram og Fylkir en flestir kóranna störfuðu á landsbyggðinni. Athugið að í mörgum tilvikum eru fleiri kórar starfandi undir sömu nöfnum, þeir koma þó síðar inn þar eð þeir eru ennþá starfandi. Það gildir auðvitað einnig um aðra kóra sem eru starfandi í dag – þeir koma ekki inn í gagnagrunninn að svo stöddu.
Allar leiðréttingar, viðbætur og aðrar ábendingar eru vel þegnar á póstfangið glatkistan@glatkistan.com.














































