
Prelátar
Hljómsveit með þessu nafni lék í guðsþjónustum og poppmessum í Landakirkju í Vestmannaeyjum á árunum 1994 – 2005.
Söngvararnir Guðrún Ágústsdóttir, Hjördís Kristinsdóttir, Þórarinn Ólason og Hreiðar Stefánsson komu fram með sveitinni framan af en þeir Dans á rósum-liðar Viktor Ragnarsson bassaleikari, Eyvindur Ingi Steinarsson gítarleikari og Eðvarð [?] trommuleikari sáu um hljóðfæraþáttinn.
Heiða Björk Höskuldsdóttir og Helena Pálsdóttir höfðu tekið við sönghlutverkinu haustið 1996 en ekkert liggur fyrir um aðrar mannabreytingar.
Sveitin kom eitthvað upp á fasta landið til spilamennsku.














































