Litlar sem engar upplýsingar er að finna um hljómsveit sem gekk undir nafninu Nýja bandið og starfaði á árunum 1935-39, með hléí.
Nýja bandið, sem mun hafa innihaldið frá fimm og upp í sjö meðlimi, lék framan af mest í K.R. húsinu en síðar í Iðnó, svo virðist sem Tage Möller píanóleikari hafi verið hljómsveitarstjóri en aðrar upplýsingar er ekki að finna um þessa sveit.














































