Næturþel (1983)

engin mynd tiltækNæturþel var skammlíf hljómsveit sem starfaði í Kópavogi vorið 1983.

Þessi hljómsveit var stofnuð upp úr Stífgrím kombói þeirra Steins Skaptasonar og Kristins Jóns Guðmundssonar en þeir höfðu um svipað leyti einnig stafrækt dúettinn Honey cake (og áttu síðar eftir að stofna hljómsveitina Ást). Aðrir meðlimir Næturþels voru þeir Sveinn Valgarðsson hljóðgervilsleikari (síðar Dómkirkjuprestur og m.a. meðlimur Sálmabandsins) og Atli [?] sem stjórnaði trommuheila og segulbandi, Steinn lék á bassa og Kristinn söng.