Ný plata Dölla – Upp upp mín sál…

Tónlistarmaðurinn Dölli (Sölvi Jónsson) hefur nú sent frá sér nýja breiðskífu, hún ber titilinn Upp upp mín sál – og mitt hjarta, milta, nýru, lungu og lifur með.

Plötunni, sem inniheldur fjórtán lög er skipt upp í tvennt, annars vegar Ferðalagið (le trip) í sjö lögum sem hefur að geyma samhangandi sögu manns í leit að konu, hins vegar önnur sjö lög úr ýmsum áttum. Sem fyrr er Dölli beittur í textum sínum og fá ýmsir á baukinn þar.

Dölli nýtur á plötunni aðstoðar Róberts Arnar Hjálmtýssonar (Ég o.fl.) sem spilar á flest hljóðfæri og Valgeirs Gestssonar gítarleikaa (Jan Mayen, Messías o.fl.) en sjálfur sér Dölli um allan söng og kassagítarspil.

Upp upp mín sál… má nálgast í Lucky Records, Smekkleysu og 12 tónum en er einnig hægt að kaupa beint af Dölla í gegnum Facebook síðu hans.

Hér má sjá myndband við lagið Bommsería og bommsassa af plötu Dölla.