Ég kemst í jólafíling

Ég kemst í jólafíling (Lag / texti: erlent lag / Bragi Valdimar Skúlason) Jafnan í desember þegar jól gera við sig vart þá er alvanalegt að tína fram dáldið jólaskart. Og alltaf finnst mér jafn gaman, gæskur, er getum við hengt það upp saman. Ég kemst í jólafíling, algeran jólafíling. Ég kemst í jólafílinginn með…

Klukkur klingja

Klukkur klingja (Lag / texti: Ragnheiður Gröndal) Jólanna hátíð hefst í dag. Úr lofti ég fanga lítið lag. Jólabarnið færir gleði og frið, anda okkar nærir, fögnum við. Á jólum þínum fyrstu skaltu fá glás af gjöfum mömmu og pabba frá, jafnvel þó þú skiljir ekki enn út á hvað þau ganga fyrir guð og…

Höldum jól

Höldum jól (Lag / texti: Svavar Knútur) Glatt er geð í desember, gnægtarborðin svigna. Njótum við þá nálgast fer nóttin ljúfa og lygna. Enginn grætur, allt er hljótt, yndislega jólanótt. Ljúfu börnin liggja í sæng, lúra undir móðurvæng. Höldum jól með hreinni sál, hjálpum þeim sem líða. Kveður heimsins kuldabál kærleiks höndin blíða. [af plötunni…

Bestu stundirnar

Bestu stundirnar (Lag / texti: Kristjana Stefánsdóttir / Bergur Þór Ingólfsson) Ég sit hér ein og er að bíða eftir þér. Þú kemur heim til mín á jóladag. Rifja upp allar bestu stundirnar og hlusta á gamalt jólalag. Bestu stundirnar get ég fundið hvar hittumst við. Já bestu stundirnar get ég fundið hvar hittumst við…

Jólakveðja

Jólakveðja (Lag / texti: Ragnheiður Gröndal / Jóhannes úr Kötlum) Það gengur stundum svo margt að mér að myrkvast hin bjarta sól en veistu þegar hjá þér ég er að þá eru alltaf jól. Ó, vertu ekki döpur vina mín, þú veist að ég er hjá þér og hugsa alltaf jafn hlýtt til þín hvert…

Jólagjöfin

Jólagjöfin (Lag / texti: erlent lag / Sverrir Pálsson) Vetrardaginn dimma dapur vindur hvín. Freðna jörðu felur fannhvít mjallarlín. Skýjahrannir hylja himinljósin björt. Nú fer senn að nálgast nóttin svört. Gerast allt í einu undur dásamleg. Stjörnuleiftur lýsa langt í austurveg. Ótal englaraddir hljóma blítt og þýtt. Friður yfir öllu, allt er nýtt. Fjármenn glaðir…

Jólin alls staðar

Jólin alls staðar (Lag / texti: Jón Sigurðsson / Jóhanna G. Erlingsson) Jólin, jólin alls staðar með jólagleði og gjafirnar. Börnin stóreyg standa hjá og stara jólaljósin á. Jólaklukka boðskap ber um bjarta framtíð handa þér og brátt á himni hækkar sól, við höldum heilög jól. [m.a. á plötunni Kristjana Stefán, Svavar Knútur, Ragga Gröndal…

Guð gaf okkur jólafrí

Guð gaf okkur jólafrí (Lag / texti: erlent lag / Bragi Valdimar Skúlason og Guðmundur Pálsson) Guð gaf okkur jólafrí og jólapakka að gægjast í. Á aðventunni – verð ég alveg snar, í þann mund – að væta brækurnar. Ég verð uppstökkur og árásargjarn. Ég fer á límingum – og ég felli tár, mér finnst…

Jól á Kanarí

Jól á Kanarí (Lag / texti: erlent lag / Bragi Valdimar Skúlason) Í veðri og vindum, skafrenningi blindum, í slyddu og sköflum, úrkomu á köflum, í stormi og hríðum, gammosíum síðum, að krókna. Undan afrískri strönd upp úr volgum sænum rís dulítil paradís sem engu öðru er lík. Þar er samfelld sól. Sannið til! Þar…

Jólaleg jólalög

Jólaleg jólalög (Lag / texti: erlent lag / Bragi Valdimar Skúlason) Ég hélt að þjóðin hefði fengið nóg af jólalögum en það var augljóslega á misskilningi byggt. Því fólkið fær bara ekki leið á litlum sögum sem límast vel á heilahvel en hafa enga vigt. Jólaleg jólalög. Sumir syngja einvörðungu: Fallala. Aðrir raula annars hugar:…

Hvað fæ ég fallegt frá þér?

Hvað fæ ég fallegt frá þér? (Lag / texti: erlent lag / Bragi Valdimar Skúlason) Hvað fæ ég fallegt frá þér? Hvað fannstu handa mér í ár? Eitthvað mjúkt? Eitthvað hart? Eitthvað ofsalega smart? Já, hvað færðu fallegt frá mér? Hvað fann ég handa þér? Það er komið jólafrí og ég jólastuði er að farast…

Til hammó með ammó!

Til hammó með ammó! (Lag / texti: erlent lag / Bragi Valdimar Skúlason) Mér er boðið í veislu í afmælisneyslu. Það verður alveg troðið því að öllum er boðið. Þú ert afmælisstrákurinn eini og sanni og þú átt það svo skilið að halda upp á daginn í góðu gamni. Ég vil bara óska þér til…

Jólaknús

Jólaknús (Lag / texti: erlent lag / Bragi Valdimar Skúlason) Gefðu mér knús. Ha ég? Já þú! Almennilegt knús. Það held ég nú. Því ef þig þyrstir í þéttingsfast faðmlag þarftu ekki að skammast þín. Leggðu frá þér lífsins basl – lof mér knúsa þig í drasl. Gefðu mér jólaknús, vertu nú knúsfús. Ég elska…

Jólalalag

Jólalalag (Lag / texti: erlent lag / Bragi Valdimar Skúlason) Á aðventunni ómar eitt stef, óbeit á hverju ég hef sem og andstyggð. Þjóðin elskar þennan söng, þrumar hann dægrin löng gervöll landsbyggð. Gegndarlaust í eyrum ómar það ofurvemmilegt og fjölraddað. Nótt sem nýtan dag – þetta lag. Söngur þessi sumum er kær, sá í…

Afmælisbörn 12. nóvember 2017

Tvö tónlistartengd afmælisbörn dagsins eru eftirfarandi: Natalía Chow Hewlett kórstjórnandi frá Hong Kong er fimmtíu og fimm ára gömul á þessum degi, hún hefur stýrt kórum eins og Kvennakór Kópavogs, Englakórnum og Kór Ytri-Njarðvíkurkirkju. Þá á Emilía Björg Óskarsdóttir söngkona (Emilía í Nylon) þrjátíu og þriggja ára afmæli í dag. Emilía staldraði styst í Nylon-flokknum,…

Afmælisbörn 11. nóvember 2017

Afmælisbörn Glatkistunnar eru fjölmörg á þessum degi: Ásgerður Flosadóttir er sextíu og þriggja gömul í dag. Ásgerður var þekktust fyrir framlag sitt á plötu Samsteypunnar sem út kom 1970 og hafði m.a. að geyma lagið Friður á jörð (Give peace a change). Hún hefur lítið verið viðloðandi tónlist seinni ár. Jóhann Davíð Richardsson trommuleikari er…

Afmælisbörn 10. nóvember 2017

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Gylfi (Viðar) Ægisson söngvari, gítarleikari, sprellari, söngleikjahöfundur, útgefandi, laga- og textasmiður á sjötíu og eins árs gamall í dag, hann hefur mest starfað sem sólólistamaður og gefið út fleiri tugi platna sem slíkur en hefur einnig unnið með GRM, Áhöfninni á Halastjörnunni, auk annarra. Kormákur…

Afmælisbörn 9. nóvember 2017

Eitt afmælisbarn kemur við tónlistarsögu Glatkistunnar í dag: Leó (Reynir) Ólason hljómborðsleikari frá Siglufirði er sextíu og tveggja ára gamall á þessum degi, hann hefur komið víða við á hljómsveitaferli sínum og hefur leikið með sveitum eins og Frum, Hendrix, Vönum mönnum og Miðaldamönnum auk fleiri. Leó hefur jafnfram haft veg og vanda af útgáfu…

Taktar [1] (1963-64)

Hljómsveitin Taktar var einn af undanförum hljómsveitarinnar Tóna sem hefur verið nefnd sem ein allra fyrsta bítlasveitin hérlendis, Taktar voru líklega þó meira í anda Shadows. Sveitin var stofnuð 1963 frekar en 62 og voru meðlimir hennar Sigurður Jensson, Kjartan Ragnarsson (síðar leikari), Finnur Torfi Stefánsson gítarleikari (Óðmenn o.fl.) og Sævar Hjálmarsson bassaleikari. Eins gæti…

Takk – Efni á plötum

Takk – Mirrored image Útgefandi: Fortress records / Refuge records Útgáfunúmer: SPCN 7900601287 Ár: 1987 1. Street preacher 2. Build your church 3. How can it be 4. In touch 5. Shout 6. He can do it 7. I know 8. Do to others 9. Baby 10. all my love Flytjendur: Halldór Lárusson (Nik Larusson)…

Takk (1984-87)

Söngdúettinn Takk er ekki sérlega þekkt nafn í dag en árið 1987 vakti hann nokkra athygli fyrir plötu sína sem hafði að geyma kristilegt popp. Hjónin Halldór Lárusson og Árný Jóhannsdóttir höfðu verið saman í kristilega tónlistarhópnum Ungt fólk með hlutverk og hljómsveitinni 1. Kor 13 en byrjuðu að vinna popp saman árið 1984 undir…

Taktlazk (1984)

Hljómsveit sem bar nafnið Taktlazk átti lag á safnplötunni SATT 3, sem kom út 1984. Sveitin gæti þó hafa starfað fyrr en platan kom út. Litlar upplýsingar er að fá um þessa sveit en á SATT-plötunni eru meðlimir hennar Ásgeir Baldursson gítarleikari, Aðalsteinn Gunnarsson bassaleikari, Atli Ingvarsson trommuleikari og Unnar Stefánsson söngvari.

Taktík [3] (2007-08)

Ballhljómsveitin Taktík var stofnuð í lok ársins 2007, einungis til að anna eftirspurn á ballmarkaðnum. Meðlimir sveitarinnar voru Einar Ágúst Víðisson söngvari (Skítamórall o.fl.), Eysteinn Eysteinsson trommuleikari (Papar o.fl.), Ingi Valur Grétarsson (Sixites o.fl.) og Ingimundur Óskarsson bassaleikari (Sixties, Dúndurfréttir o.fl.). Sveitin var skammlíf, starfaði eitthvað fram eftir árinu 2008 en hætti svo.

Taktík [2] (1999-2000)

Hljómsveitin Taktík fór mikinn á Kringlukránni um síðustu aldamót en lék einnig eitthvað utan Kringlunnar. Meðlimir Taktíkur voru Ómar Diðriksson söngvari og gítarleikari, Halldór Halldórsson bassaleikari, Baldur Ketilsson gítarleikari[?] og Sigurvaldi Ívar Helgason trommuleikari. Sveitin lifði aldamótin af en varla meira en það.

Taktík [1] (1987)

Hljómsveit sem bar nafnið Taktík keppti í hljómsveitakeppni sem haldin var um verslunarmannahelgina í Atlavík 1987. Engar upplýsingar finnast um skipan þessarar sveitar og því allt eins líklegt að hún hafi verið stofnuð í þeim eina tilgangi að komast frítt inn á hátíðarsvæðið.

Taktar [4] (1974)

Engar upplýsingar finnast um hljómsveitina Takta sem lék a.m.k. tvívegis á Akranesi árið 1974. Líkur benda því til þess að hún hafi verið starfandi þar í bæ.

Taktar [3] (1968-69)

Hljómsveitin Taktar frá Vestmannaeyjum var skipuð ungum tónlistarmönnum úr gagnfræðiskólanum þar í bæ og starfaði í um tvö ár, sveitin keppti m.a. í hljómsveitakeppni sem haldin var um verslunarmannahelgina 1969 í Húsafelli. Meðlimir Takta voru Stefán Geir Gunnarsson gítarleikari [?], Þórólfur Guðnason gítarleikari (síðar sóttvarnarlæknir), Óli Már Sigurðsson bassaleikari, Valdimar Gíslason gítarleikari, Árni Áskelsson trommuleikari…

Taktar [2] (1963-65)

Akureyska hljómsveitin Taktar starfaði í um tvö ár og telst líklega fyrsta norðlenska bítlasveitin. Meðlimir Takta voru allavega Jörundur Guðmundsson trommuleikari (síðar eftirherma og skemmtikraftur) og Bjarki Tryggvason söngari (og hugsanlega bassaleikari) en ekki liggur ljóst fyrir hverjir aðrir skipuðu sveitina, Örn Bjarnason og Garðar Karlsson hafa þó verið nefndir og gætu báðir hafa spilað…

Tað (1993)

Engar heimildir er að finna um hljómsveitina Tað sem var starfandi vorið 1993 og spilaði þá á tónlistarhátíð á höfuðborgarsvæðinu. Hér er giskað á að sveitin hafi verið í þyngri kantinum. Glatkistan óskar því eftir nánari upplýsingum um þessa sveit.

Tacton sextett (1963-64)

Tacton sextettinn starfaði í Vestmannaeyjum um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar. Sveitin var stofnuð í byrjun árs 1963 og var Guðni Guðmundsson fyrsti hljómsveitarstjóri hennar en síðan urðu allmiklar mannabreytingar í henni áður en hún gerðist húshljómsveit í Samkomuhúsinu í Vestmanaeyjum. Meðlimir hennar þá voru þau Hannes Bjarnason gítarleikari (og hljómsveitarstjóri), Einar Guðnason trommuleikari, Gunnar…

T-World – Efni á plötum

T-World [ep] Útgefandi: Darren Emerson [?] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: [engar upplýsingar] [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur] T-World – An-them [12“] Útgefandi: Underwater records Útgáfunúmer: H200001 Ár: 1994 / 2005 1. An-them (Part one) 2. An-them (Part three) Flytjendur: Birgir Þórarinsson – [?] Magnús Guðmundsson – [?]        …

T-World (1988-97)

T-World var dúett sem var á tímabili áberandi í dansgeiranum en sveitin reyndi fyrir sér á erlendum vettvangi um tíma. Segja má að stofnun GusGus hafi verið upphafið að endalokum dúettsins. Sögu T-World má rekja allt aftur til 1988 en þá byrjuðu þeir Birgir Þórarinsson (Biggi Veira) og Guðberg K. Jónsson að búa til og…

T-Vertigo (1996-97)

Tríóið T-Vertigo var áberandi á öldurhúsum höfuðborgarsvæðisins 1996 og 97. Meðlimir þess voru Hlynur Guðjónsson og Sváfnir Sigurðarson gítarleikarar, sem einnig voru þá í hljómsveitinni Kol, og Þórarinn Freysson kontrabassaleikari. Líklega sungu þeir þremenningarnir allir. T-Vertigo lék rokk og þjóðlagatónlist.

T.C.O.K.I.O.A.H.S.O. (?)

Ógerningur er að finna upplýsingar um hljómsveit sem bar skammstöfunina T.C.O.K.I.O.A.H.S.O., hverjir skipuðu hana, hvenær og hvar hún starfaði eða fyrir hvað skammstöfunin stendur fyrir. Hver sá sem lumar á upplýsingum um T.C.O.K.I.O.A.H.S.O. mætti gjarnan senda Glatkistunni þær.

Takið undir [annað] (1940-60)

Útvarpsþátturinn Takið undir er án efa einn allra vinsælasti þáttur allra tíma í íslenskri útvarpssögu en í honum má segja að íslenska þjóðin hafi sameinast í söng og eflst í þjóðernisvitund sinni mitt í miðri sjálfstæðisbaráttunni. Það mun hafa verið Páll Ísólfsson sem átti hugmyndina að þættinum en í honum smalaði hann saman litlum hópi…

Tage Ammendrup (1927-95)

Tage Ammendrup kom víða við í íslensku tónlistarlífi þótt flestir tengi nafn hans við útsendingar Ríkissjónvarpsins þar sem hann starfaði í áratugi, hann var hins vegar einnig tónlistarmaður, útgefandi, ritstjóri og sitthvað fleira. Tage, sem var hálf danskur (átti danskan föður), fæddist í Reykjavík 1927 og snerist líf hans fljótlega um tónlist, hann var ekki…

Afmælisbörn 7. nóvember 2017

Afmælisbörn dagsins eru fimm talsins á skrá Glatkistunnar: Óttarr Ólafur Proppé alþingismaður og söngvari Ham, Funkstrasse, Rass, Dr. Spock, Drullu o.fl. er fjörutíu og níu ára í dag. Margir þekkja hann einnig sem prófessorinn á Diskóeyjunni og enn fleiri muna eftir honum í bakraddahlutverki í Eurovision keppninni með Pollapönkurunum. Alexandra Baldursdóttir gítarleikari hljómsveitarinnar Mammút er…

Afmælisbörn 6. nóvember 2017

Í dag eru tvö tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Jónas Sen er fimmtíu og fimm ára gamall í dag. Jónas er píanóleikari, tónskáld og tónlistargagnrýnandi á Fréttablaðinu og hefur fengist við tónlist af ýmsu tagi, hann gaf t.d. út plötu með píanóverkum fyrir um tveimur áratugum og hefur einnig gefið út plötu með söngkonunni Ásgerði…

Ljúft og persónulegt áheyrnar

Sólmundur Friðriksson – Söngur vonar Sólmundur Friðriksson [án útgáfunúmers], 2017     Tónlistarmaðurinn Sólmundur Friðriksson sendi nú síðsumars frá sér sína fyrstu plötu en hún ber titilinn Söngur vonar og var að mestu leyti fjármögnuð í gegnum Karolina Fund sem er leið sem margir nota þessa dagana og er snilldin ein, sérstaklega fyrir einyrkja sem…

Blúskvöld á Hilton

Blúsfélag Reykjavíkur stendur fyrir blúskvöldi í Vox club salnum á Hilton Reykjavík Nordica (gengið inn hægra megin við anddyrið) mánudagskvöldið 6. nóvember nk. kl. 21:00-23:00. Það verða þeir Björgvin Gíslason, Siggi Sig., Guðmundur Pétursson, Haraldur Þorsteinsson og Ásgeir Óskarsson sem koma fram á blúskvöldinu. Húsið opnar kl. 19:00, matseðill er frá Vox og þar eru…

Afmælisbörn 4. nóvember 2017

Eitt tónlistartengt afmælisbarn er á lista Glatkistunnar í dag: Það er ljóðskáldið Jóhannes (Bjarni Jónasson) úr Kötlum (1899-1972) sem hefði átt afmæli þennan dag. Fjöldi tónlistarfólks hefur í gegnum tíðina fært ljóð Jóhannesar í lagaform og gefið út á plötum, þeirra á meðal má nefna Valgeir Guðjónsson sem reyndar á að baki þrjár plötur byggðar…

Afmælisbörn 3. nóvember 2017

Afmælisbarn dagsins er aðeins eitt að þessu sinni: Ólafur Þór Arnalds tónlistarmaður er þrjátíu og eins árs gamall á þessum degi. Ólafur hefur að mestu leyti starfað sjálfstætt tónskáld og tónlistarmaður, gefið út fjöldann allan af plötum og hlotið fyrir þær viðurkenningar en hann hefur einnig leikið á trommur með sveitum eins og Mannamúl, Celestine,…

Afmælisbörn 2. nóvember 2017

Í dag eru afmælisbörn á skrá Glatkistunnar sex talsins: Troels Bendtsen er sjötíu og fjögurra ára í dag. Troels var einkum þekktur fyrir framlag sitt í Savanna tríóinu og Þremur á palli en báðar sveitirnar nutu vinsælda á sjöunda áratugnum, síðarnefnda sveitin starfaði einkum í nánu samstarfi við Jónas Árnason og leikhúsið en allir þekkja…

Afmælisbörn 1. nóvember 2017

Afmælisbörn dagsins hjá Glatkistunni að þessu sinni eru: Jón Sigurbjörnsson söngvari, leikari og hestamaður er níutíu og fimm ára í dag. Jón nam leiklist í Bandaríkjunum og samhliða því lærði hann söng. Hann hélt áfram söngnámi á Ítalíu og hér heima en vann þó fyrst og fremst í leiklistinni. Söng hans má heyra á fjölmörgum…