Trelle raksó (1990)

Litlar upplýsingar er að finna um hljómsveitina Trelle raksó sem starfaði sumarið 1990. Að öllum líkindum var sveitin skammlíf en meðal meðlima hennar var Bjarni Þórðarson (Bjarni móhíkani). Nafn sveitarinnar vísar til Óskars Ellerts Karlssonar (Trelle raksó afturábak) en hann er þekktur utangarðsmaður sem gengur undir nafninu Skari skakki. Allar frekari upplýsingar um þessa sveit…

Tré (1996)

Hljómsveitin Tré birtist skyndilega með plötu fyrir jólin 1996 en sveitin hafði þá ekki beinlínis verið áberandi í íslensku tónlistarlífi. Tré var tríó sem hafði tveim árum áðum keppt í Músíktilraunum Tónabæjar undir nafninu Man og var þar kjörin athyglisverðasta sveit tilraunanna það árið en tónlist hennar var tilraunakennd, meðlimir sveitarinnar voru Steinar Gíslason söngvari…

Tré – Efni á plötum

Tré – Jarðsími Útgefandi: Tré Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 1996 1. Misþyrming 2. Kólumbus 3. Ósonlagið 4. Örvhentur héri 5. Þagnarreið 6. Opus I 7. Teneleven 8. Skáldið 9. Von sem brást 10. Herbergi dauðans 11. Hillary (live) 12. Allt í einu 13. Tré Flytjendur: Steinar Gíslason – [?] Birgir Thorarensen – [?] Valdimar Kristjánsson…

Trico (um 1970)

Hljómsveitin Trico var starfrækt í Skagafirðinum, líklega um eða eftir 1970. Meðlimir sveitarinnar voru á unglingsaldri og var Jens Kr. Guðmundsson, síðar tónlistarblaðamaður og bloggari, einn meðlima hennar. Allar nánari upplýsingar um þessa sveit óskast sendar Glatkistunni.

Trix [1] (1968-71)

Hljómsveitin Trix var ein þeirra fjölmörgu sveita sem spruttu upp á yfirborðið á bítla- og hippatímum síðari hluta sjöunda áratugarins. Trix var stofnuð vorið 1968 og í upphafi voru í henni Árni Vilhjálmsson trommuleikari, Guðjón Sigurðsson bassaleikari, Þorsteinn Þorsteinsson söngvari, Stefán Andrésson gítarleikari og Ragnar Gíslason einnig gítarleikari. Sveitin vakti fyrst athygli þegar hún hafnaði…

Afmælisbörn 13. febrúar 2018

Í dag er eitt afmælisbarn á lista Glatkistunnar: Aðalsteinn Ísfjörð (Sigurpálsson) harmonikkuleikari og múrarameistari er sjötíu og eins árs gamall í dag. Aðalsteinn sem er Húsvíkingur hefur komið víða við á sínum ferli sem harmonikkuleikari, gefið út sólóplötur og í samvinnu við aðra, og leikið með mörgum hljómsveitum í gegnum tíðina. Þar má nefna sveitir…

Afmælisbörn 12. febrúar 2018

Aðeins eitt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar í dag: Franz Gunnarsson gítarleikari Ensíma er fjörutíu og þriggja ára gamall á þessum degi. Franz hefur auk þess að vera einn af meðlimum Ensíma, verið í þekktum sveitum eins og Dr. Spock, Quicksand Jesus og Moody company en einnig minna þekktum á sínum yngri árum s.s. Dagfinni…

Andlát – Jóhann Jóhannsson (1969-2018)

Tónlistarmaðurinn Jóhann (Gunnar) Jóhannsson er látinn, á fertugasta og níunda aldursári sínu. Jóhann fæddist 19. september 1969 í Reykjavík, hann fékk snemma áhuga á tónlistariðkun og vakti fyrst athygli með undergroundsveitinni Daisy hill puppy farm. Fleiri sveitir sigldu í kjölfarið s.s. Ham, Unun, Apparat organ quartet og Lhooq en einnig minna þekktar sveitir eins og…

Afmælisbörn 11. febrúar 2018

Glatkistan hefur í dag upplýsingar um tvö afmælisbörn tengdar tónlistargeiranum: Berglind Björk Jónasdóttir söngkona er fimmtíu og níu ára. Hún er ein þriggja Borgardætra en hefur að auki sungið með hljómsveitum eins og Snillingunum og Saga Class. Söng Berglindar er að finna á plötum fjölmargra listamanna s.s. Geirmundar Valtýssonar, Guðrún Gunnarsdóttur, Rúnars Þórs, Ingva Þór…

Afmælisbörn 10. febrúar 2018

Eitt afmælisbarn kemur við sögu í dag: Jóhann Bachmann Ólafsson (Hanni Bach) trommuleikari frá Selfossi er fjörutíu og tveggja ára gamall á þessum degi. Hanni hefur leikið með mörgum hljómsveitum í gegnum tíðina en þekktastar þeirra eru Skítamórall og Írafár. Aðrar sveitir eru til dæmis Loðbítlar, Poppins flýgur og Boogie knights svo fáeinar séu tíndar…

Afmælisbörn 9. febrúar 2018

Og enn eru það afmælisbörn dagsins á skrá Glatkistunnar: Egill Ólafsson tónlistarmaður er sextíu og fimm ára. Hann er einn af þekktustu söngvurum þjóðarinnar og hefur sungið með mörgum af vinsælustu hljómsveitunum, þar má nefna Spilverk þjóðanna, Stuðmenn og Þursaflokkinn en hann hefur einnig sungið með minna þekktum sveitum eins og 3to1, Tamlasveitinni, Scream og…

Afmælisbörn 8. febrúar 2018

Afmælisbörnin eru fjögur talsins í dag: Fyrstan skal nefna Jónatan Garðarsson tónlistarséní sem er sextíu og þriggja ára en hann hefur verið viðloðandi tónlist í áratugi með einum og öðrum hætti. Hann hefur verið í hljómsveitum, samið lagatexta, skrifað um tónlist, komið að félags- og réttindamálum tónlistarmanna og er það sem almennt er kallað –…

Afmælisbörn 7. febrúar 2018

Afmælisbörn dagsins eru fimm talsins en öll eru þau látin: Gylfi Þ. Gíslason tónskáld og stjórnmálamaður (1917-2004) hefði átt þennan afmælisdag en hann samdi sönglög sem mörg hafa komið út á plötum. Hann samdi m.a. lög við ljóð Tómasar Guðmundssonar sem margir þekkja, t.d. Hanna litla, Ég leitaði blárra blóma, og Lestin brunar. Þorvaldur Steingrímsson…

Trassarnir (1983)

Hljómsveitin Trassarnir var undanfari hljómsveitarinnar Ofris frá Keflavík, og var skipuð ungum meðlimum á grunnskólaaldri. Meðlimir sveitarinnar voru Magnús Þór Einarsson bassaleikari, Þröstur Jóhannesson söngvari og gítarleikari, Helgi Víkingsson trommulekari, Jón Helgason gítarleikari og Júlíus Friðriksson gítar- og bassaleikari. Trassarnir voru að öllum líkindum fremur skammlíf sveit.

Trassar – Efni á plötum

Trassar – Amen Útgefandi: Geimsteinn Útgáfunúmer: GSCD 233 Ár: 2007 1. Runninn rennandi 2. Til höfuðs andstyggðinni 3. Maurarnir og ég 4. Blátt blóð 5. Tveir þrestir 6. Við og herinn 7. Framhjáhald 8. Hamfarir 9. Snatans færilús 10. Íshjartað 11. Óveður Flytjendur: Björn Þór Jóhannsson – gítar og raddir Jón Geir Jóhannsson – trommur, trommuforritun…

Trassar (1987-91 / 2005-08)

Trassarnir hafa í gegnum tíðina haft á sér einhvern goðsagnakenndan stimpil, talað var lengi um svokallað Trassarokk en sveitin tók þrisvar sinnum þátt í Músíktilraunum Tónabæjar og skapaði sér þá eitthvert sánd sem menn kenndu við þá. Einnig mun sveitin alltaf verða fræg fyrir að trommuleikari sló í gegn í orðsins fyllstu merkingu þegar hann…

Trap (1967-70 / 2010-)

Hljómsveitin Trap var starfandi á síðari hluta sjöunda áratug síðustu aldar á Ísafirði, meðlimir sveitarinnar voru ungir að árum enda var hún starfrækt í Gagnfræðiskólanum í bænum. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær sveitin starfaði en hér er giskað á 1967-70). Meðlimir Traps voru Stefán Símonarson gítarleikari, Rúnar Þór Pétursson gítarleikari, Reynir Guðmundsson trommuleikari, Kristján Hermannsson…

TRA (1984)

Hljómsveitin TRA tók þátt í Viðarstauk, tónlistarhátíð Menntaskólans á Akureyri vorið 1984. Sveitin var líklega hluti eða jafnvel öll áhöfn tölvupoppsveitarinnar ART, sem þá var starfandi í bænum en engar upplýsingar er þó að finna um hverjir skipuðu TRA þetta kvöld sem hátíðin fór fram. Engar sögur fara heldur af árangri sveitarinnar í Viðarstauk.

Tóti og Danni (2006-13)

Þeir Þórarinn Hannesson og Daníel Pétur Daníelsson komu margoft fram á öldurhúsum og skemmtunum, einkum á Siglufirði á árunum 2006 til 2013 undir nafninu Tóti og Danni. Báðir léku þeir á gítara og sungu auk þess að nota alls kyns ásláttarhljóðfæri. Stundum kölluðu þeir sig Tótmon og Dafunkel og stundum Svilabandið.

Tóti og ungarnir (2003-04)

Tóti og ungarnir hljómsveit sem lék í nokkur skipti um sex mánaða skeið árin 2003 og 04. Forsagan var sú að Þórarinn Hannesson söngvari og gítarleikari á Siglufirði fékk nokkra unga tónlistarmenn á staðnum til að spila með sér á tónleikum fyrir jólin 2003 en þar var flutt frumsamið efni eftir Þórarin. Uppákoman heppnaðist það…

Tóti og Kiddi (2000-02)

Þórarinn Hannesson (Græni bíllinn hans Garðars o.m.fl.) og Kristinn Kristjánsson (Herramenn, Spútnik o.fl.) komu um tveggja ára skeið fram sem dúettinn Tóti og Kiddi á Siglufirði og nágrenni. Þórarinn lék á gítar en Kristinn á bassa en báðir sungu þeir félagarnir. Yfirleitt komu þeir þannig undirbúnir til leiks að Þórarinn mætti á staðinn með lagamöppur…

Tópi, Tjösull og Óþoli (1971)

Þjóðlagatríóið Tópi, Tjösull og Óþoli var starfrækt sumarið 1971 og kom þá fram á nokkrum skemmtunum og tónleikum. Afar takmarkaðar heimildir er að finna um þá félaga en Jón Árni Þórisson var einn þeirra.

Trans dans serían [safnplöturöð] – Efni á plötum

Trans dans – ýmsir Útgefandi: Skífan Útgáfunúmer: VACD 32 Ár: 1993 1. Stakka bo – Here we go 2. Afterschock – Slave to the vibe 3. D.J. Bobo – Somebody dance with me 4. Urban Cookie Collective – The key, the secret 5. Fu-Schnickens with Shaquille O’Neal – What’s up doc? (Can we rock) 6.…

Trans dans serían [safnplöturöð] (1993-95)

Á árunum 1993-95 komu út fjórar plötur á vegum Skífunnar í hinni skammlífu Trans dans safnplötuseríu. Trans dans-serían innihélt að mestu danstónlist og eftir útgáfu fyrstu plötunnar sem seldist mjög vel, var ákveðið að halda áfram eftir sömu forskrift en nú með íslensku efni einnig en fyrsta platan hafði eingöngu innihaldið erlent efni. Næstu tvær…

Trampoline teenage dancing band (1968-69)

Á árunum 1968 og 69 var starfrækt hljómsveit á höfuðborgarsvæðinu undir nafninu Trampoline teenage dancing band (en var einnig auglýst bara sem Trampoline). Sveitin lék opinberlega í fáein skipti og þá voru meðlimir hennar Þorsteinn Úlfar Björnsson söngvari og gítarleikari, Ingi Jón Sverrisson gítarleikari, Bragi Björnsson bassaleikari og Friðrik Bridde trommuleikari en einnig er nefndur…

Trad kompaníið (1978-84)

Trad kompaníið (Traditional kompaníið) var hljómsveit áhugamanna um djasstónlist sem kom reglulega saman og spilaði dixieland tónlist. Sveitin kom einkum fram fram á sjúkrastofnunum, skólum og þess háttar stöðum en spilaði einnig stundum á hefðbundnari tónleikastöðum. Einnig var gerður hálftíma tónlistarþáttur um sveitina sem sýndur var í Ríkissjónvarpinu 1981. Meðlimir Trad kompanísins voru Kristján Magnússon…

Afmælisbörn 6. febrúar 2018

Fjölmörg afmælisbörn í tónlistargeiranum koma við sögu í dag: Signý Sæmundsdóttir sópransöngkona er sextug í dag og á stórafmæli dagsins en hún hefur sungið á fjölmörgum plötum, meðal annars með Bergþóri Pálssyni og sem einsöngvari með kórum. Hún hefur einnig raddþjálfað og stjórnað söngkvartettnum Út í vorið og kammerkórnum Ópus 12 / Kammerkór Þorgeirs. Einar…

Afmælisbörn 5. febrúar 2018

Tvö afmælisbörn koma við sögu í dag: Halldór Kristinsson (Dóri Tempó) er sextíu og átta ára gamall í dag. Halldór var áberandi í íslensku tónlistarlífi í kringum 1970, vakti reyndar fyrst athygli nokkrum árum fyrr með unglingahljómsveitinni Tempó, fyrst sem trommuleikari og síðan bassaleikari, en varð þekktastur með Þremur á palli sem naut fádæma vinsælda.…

Mánudags-blúskvöld á Hilton

Blúsfélag Reykjavíkur stendur fyrir blúskvöldi mánudagskvöldið 5. febrúar á milli kl. 21:00 og 23:00 í Vox Club salnum á Hilton Reykjavík Nordica (gengið inn hægra megin við anddyrið). Það er blússveitin Hráefni sem kemur þar fram en hún er skipuð þeim Valdimari Erni Flygenring söngvara og gítarleikara, Þorleifi Guðjónssyni bassaleikara, Þórdísi Claessen trommuleikara og Valgeiri…

Afmælisbörn 4. febrúar 2018

Glatkistan hefur upplýsingar um tvö afmælisbörn í dag: Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir tónlistar- og fjöllistakona er þrjátíu og níu ára gömul í dag. Hún hefur haslað sér völl sem myndlistamaður m.a. með myndasögum sínum (Lóaboratoríum) en er þekktari í tónlistarbransanum sem söngkona og annar stofnandi hljómsveitarinnar FM Belfast, sem hefur gefið út nokkrar breiðskífur. Þá hefur…

Afmælisbörn 3. febrúar 2018

Afmælisbörn dagsins eru þrjú að þessu sinni: Flautuleikarinn Guðrún S. Birgisdóttir er sextíu og tveggja ára gömul í dag. Guðrún nam flautuleik hjá Manuelu Wiesler hér heima áður en hún fór í framhaldsnám í Noregi og Frakklandi þar sem hún lauk einleikaraprófi, en hún starfaði í París í fáein ár áður en hún kom heim…

Tópaz [2] (2002)

Rappdúettinn Tópaz var skráð til leiks í Músíktilraunum vorið 2002 og voru meðlimir hans Óli Páll Geirsson rappari og forritari og Trausti Stefánsson rappari og söngvari. Þegar dúettinn mætti til leiks í tilraunirnar tilkynntu þeir félagar að þeir hefðu skipt um nafn þar eð samnefnd hljómsveit úr Keflavík hefði gert athugasemdir við nafngift þeirra, og…

Tónlistarfélagið [félagsskapur] (1932-)

Tónlistarfélagið í Reykjavík (Tónlistarfélag Reykjavíkur) hefur frá árinu 1932 gegnt risastóru hlutverki í íslenskri tónlist, einkum framan af en tónlistarlíf á Íslandi væri án nokkurs vafa með allt öðrum hætti ef félagsins hefði ekki notið við. Tónlistarfélagið var stofnað vorið 1932 af tólf mönnum sem höfðu fyrst og fremst áhuga á tónlist og á eflingu…

Tónskrattar [2] (1995)

Ballsveitin Tónskrattar var starfrækt í nokkra mánuði árið 1995, hugsanlega starfaði hún lengur. Meðlimir hennar voru Hafsteinn Hafsteinsson söngvari og gítarleikari, Ólafur Karlsson trommuleikari, Jón Friðrik Birgisson bassaleikari.

Tónskrattar [1] (1991-93)

Djassbræðingssveitin Tónskrattar starfaði á árunum 1991-93, líklega innan tónlistarskóla FÍH. Meðlimir sveitarinnar voru Sunna Gunnlaugsdóttir hljómborðsleikari, Gunnar Þór Jónsson gítarleikari, Róbert Þórhallsson bassaleikari og Tómas Jóhannesson trommuleikari. Haraldur Gunnlaugsson gítarleikari var einnig eitthvað viðloðandi sveitina um tíma að minnsta kosti.

Tónól (2001)

Hljómsveitin Tónól starfaði árið 2001 og var að öllum líkindum ballsveit, hún var líklega starfrækt í Ólafsvík. Allar upplýsingar varðandi þessa sveit óskast sendar Glatkistunni.

Tónlistin: Tímarit Félags íslenzkra tónlistarmanna [fjölmiðill] (1941-47)

Félag íslenskra tónlistarmanna gaf um nokkurra ára skeið út tímaritið Tónlistina en það var eins konar fagrit tónlistarmanna hér á landi með fjölbreytilegu fræðsluefni. Félagið hafði verið stofnað 1940 og ári síðar, haustið 1941 leit fyrsta tölublaðið dagsins ljós. Það kom síðan út allt til vorsins 1947, alls um tuttugu sinnum. Ritstjóri Tónlistarinnar var Hallgrímur…

Tónlistartímaritið TT [fjölmiðill] (1981-82)

Tónlistartímaritið eða TT kom út þrívegis á árunum 1981 og 82. Það voru þrjú tónlistartengd samtök sem stóðu að útgáfunni, Jazzvakning, SATT og Vísnavinir, og var Vernharður Linnet ritstjóri þess. Þrátt fyrir að blaðið væri stútfullt af fjölbreytilegu efni, enda tileinkað allri tónlist en ekki einungis einni tónlistarstefnu, dugði það ekki til og útgáfa þess…

Tónlistarsamband alþýðu [félagsskapur] (1976-)

Tónlistarsamband alþýðu (einnig skammstafað TÓNAL eða TÓN. AL.) eru eins og nafnið gefur til kynna hagsmunasamtök sem snúa að alþýðutónlist, sambandið er aðili að norrænu samstarfi í því samhengi (Nordiska arbetarsangar- och musikerforbundet) og hefur tekið þátt í norrænum mannamótum þ.a.l. hér heima og annars staðar á Norðurlöndunum. TÓNAL var stofnað haustið 1976 af Lúðrasveit…

Tónlistarfélagskórinn – Efni á plötum

Tónlistarfélagskórinn [78 sn.] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: HMV JOR 1 Ár: 1949 1. Ég elska yður þér Íslands fjöll 2. Kvöldljóð Flytjendur: Tónlistarfélagskórinn – söngur undir stjórn Victors Urbancic     Tónlistarfélagskórinn [78 sn.] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: HMV JOR 2 Ár: 1949 1. Austan kaldinn 2. Báran blá 3. Kindur jarma 4. Það mælti mín móðir…

Tónlistarfélagskórinn (1943-53)

Tónlistarfélagskórinn var starfræktur af Tónlistarfélaginu í Reykjavík á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar, hann var fremstur blandaðra kóra í sinni röð, starfaði í nokkur ár og sendi frá sér nokkrar plötur með kórsöng. Kórinn var formlega stofnaður haustið 1943 og hét raunar Samkór Tónlistarfélagsins en var sjaldnast kallaður neitt annað en Tónlistarfélagskórinn, reyndar hafði…

Tópaz [1] (1999-2002)

Hljómsveitin Tópaz frá Keflavík gerði ágæta tilraun til að komast inn á sveitaballamarkaðinn um aldamótin, sendi frá sér lög og myndbönd og vakti athygli fyrir framlag sitt í kvikmyndinni Varði fer á vertíð en lognaðist útaf áður en eitthvað meira gerðist. Sveitin var stofnuð haustið 1999 í Keflavík og fór þá þegar að vekja athygli…

Tópas (1968-70)

Ekki er alveg ljóst nákvæmlega hvenær hljómsveitin Tópas á Kirkjubæjarklaustri starfaði en það var hugsanlega á löngu tímabili, og jafnvel með hléum, staðfest er þó að hún var starfandi að minnsta kosti á árunum 1968-70.. Meðlimir sveitarinnar á fyrrgreindum tíma voru hljómsveitarstjórinn Bjarni Jón Matthíasson bassa- og sólógítarleikari, Pálmi Sveinsson gítar- og bassaleikari, Gunnar Þór…

Tóntækni [hljóðver] (1975-81)

SG-hljómplötur í eigu Svavars Gests ráku um tíma hljóðverið Tóntækni sem staðsett var við Ármúlann í Reykjavík. Þar voru fjölmargar hljómplötur teknar upp, bæði sem gefnar voru út af SG-hljómplötum sem og öðrum útgáfufyrirtækjum og einstaklingum. Sigurður Árnason réði ríkjum í hljóðverinu og tók upp fjölda platna á þeim tíma sem það starfaði. Tóntækni tók…

Tónlistarsamband alþýðu [félagsskapur] – Efni á plötum

Tónlistarsamband alþýðu: Tónaltónar – ýmsir Útgefandi: Tónlistarsamband alþýðu Útgáfunúmer: Tón. Al. 001 Ár: 1990 1. Álafosskórinn – Sextíu og fimm 2. Álafosskórinn – Vor í maí 3. Álafosskórinn – Ísland er land þitt 4. Álafosskórinn – Oh, po’ little Jesus 5. Álafosskórinn – Fjær er hann ennþá 6. Grundartangakórinn – Án þín 7. Grundartangakórinn –…

Afmælisbörn 1. febrúar 2018

Í dag eru tvö afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Tage Ammendrup (1927-95) átti afmæli á þessum degi en hann var mikilvirkur plötuútgefandi og kom að tónlist með ýmsum hætti. Hann rak tvær hljómplötuútgáfur, Íslenzka tóna og Stjörnuhljómplötur og komu eitthvað á fjórða hundrað platna út undir merkjum þeirra. Hann gaf ennfremur út tvö tímarit um tónlist,…