Afmælisbörn 13. desember 2018

Í dag eru þrír tónlistarmenn á skrá Glatkistunnar sem eiga afmæli: Lárus Halldór Grímsson tónskáld, hljómsveitastjórnandi og hljómborðs- og flautuleikari er sextíu og fjögurra ára á þessum degi. Hann nam hér heim og í Hollandi, lék með mörgum hljómsveitum hér á árum áður s.s. Sjálfsmorðssveit Megasar, Súld, Með nöktum, Þokkabót, Eik og Deildarbungubræðrum og lék…

Enginn vafi – þriðja plata Bjarna Ómars

Út er komin ný plata með tónlistarmanninum Bjarna Ómari en hún ber titilinn Enginn vafi. Um er að ræða þrettán laga plötu en flest þeirra eru eftir Bjarna Ómar sjálfan, hann hefur að auki ort fimm texta plötunnar en meðal annarra textahöfunda má nefna Jónas Friðrik og Hemúlinn (Arnar S. Jónsson). Bjarni hefur síðan á…

Afmælisbörn 12. desember 2018

Glatkistan hefur á skrá sinni í dag þrjú tónlistartengd afmælisbörn: Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenórsöngvari er fimmtíu og eins árs gamall í dag, hann nam söng hér heima og á Ítalíu, hefur starfað m.a. í Íslensku óperunni, með Frostrósum og Mótettukórnum og haldið fjölda tónleika á Íslandi og erlendis. Jóhann Friðgeir hefur gefið út nokkrar sólóplötur…

Bragi Hlíðberg – Efni á plötum

Bragi Hlíðberg – Bragi Hlíðberg Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG – 097 Ár: 1976 1. Kvöld í París 2. Svörtu augun 3. Fjallarósin 4. Karnival í Feneyjum 5. Harmonikumars 6. Olívublómin 7. Brokk 8. Tveir gítarar 9. Dóra 10. Prelúdía og fúga 11. Silfurbjöllur 12. Prestó Flytjendur: Bragi Hlíðberg – harmonikkur Árni Scheving – bassi Guðmundur…

Bragi Hlíðberg (1923-2019)

Harmonikkuleikarinn Bragi Hlíðberg er líkast til þekktasti tónlistarmaður sinnar tegundar á Íslandi, eftir hann liggja fjórar plötur og fjölmörg frumsamin harmonikkulög. Hann er almennt talinn hafa verið fyrstur harmonikkuleikara hérlendis til að leika klassísk verk á hljóðfæri sitt. Jón Bragi Hlíðberg Jónsson fæddist 1923 í Reykjavík og bjó á höfuðborgarsvæðinu alla tíð. Það var snemma…

BP og þegiðu Ingibjörg (1991-2001)

Hljómsveitin BP og þegiðu Ingibjörg fór mikinn á Gauknum og Amsterdam á síðasta áratug liðinnar aldar og vakti hvarvetna kátinu en sveitin var eins konar angi af Sniglabandinu góðkunna. Nafn sveitarinnar var skírskotun í hina ísfirsku BG og Ingibjörgu en ekki þótti öllum það við hæfi. Hvort sem það var vegna þess eða einhvers annars…

BP blús-band (1991-92)

BP blús-band (einnig kölluð Blús-lús um tíma) starfaði um tíma í byrjun tíunda áratugsins, líklega 1991 og 92 en um var að ræða blússveit eins og nafnið gefur til kynna. Það voru þeir Kristján Már Hauksson gítarleikari og Björn M. söngvari sem voru kjarninn í sveitinni og á einhverjum tímapunkti voru þeir Páll Úlfar Júlíusson…

Brak [1] (um 1980)

Seint á áttunda áratug síðustu aldar eða í kringum 1980 var starfandi hljómsveit á höfuðborgarsvæðinu undir nafninu Brak. Eini þekkti meðlimur Braks er Björn Thoroddsen gítarleikari en upplýsingar óskast um aðra meðlimi sveitarinnar sem og líftíma hennar.

Brainer – Efni á plötum

Brainer – [?] [snælda] Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: [engar upplýsingar] [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: Einar Örn Benediktsson – [?] Bragi Ólafsson – [?]

Brainer (?)

Upplýsingar óskast um Brainer, samstarfsverkefni þeirra Braga Ólafssonar og Einars Arnar Benediktssonar frá því á níunda áratugnum, að öllum líkindum síðari hluta hans. Ekki liggur fyrir hvort fleiri voru viðloðandi þetta verkefni. Brainer mun hafa gefið út kassettu í tuttugu eintökum. Efni á plötum

Braindead bugs (1997)

Haustið 1997 var starfandi unglingahljómsveit í Vestmannaeyjum undir nafninu Braindead bugs. Meðlimir sveitarinnar voru Jóhann Örn Friðsteinsson söngvari og gítarleikari, Viðar Lárus Sveinsson trommuleikari og ónefndur bassaleikari. Engar upplýsingar er að finna um hversu lengi þessi sveit starfaði.

Bravó [1] (1964-66 / 2010-)

Hljómsveitin Bravó vakti mikla athygli á sínum tíma þótt fæstir hefðu heyrt í sveitinni, hún þótti með eindæmum krúttleg enda mætti e.t.v. kalla þá félaga fyrstu alvöru barnastjörnurnar á Íslandi. Bravó var stofnuð á Akureyri snemma hausts 1964 og í nóvember birtust fyrstu fréttirnar um þá í fjölmiðlum. Meðlimir sveitarinnar voru þá þeir Þorleifur Jóhannsson…

Brak og brestir [2] (1993-)

Brak og brestir er einhvers konar lúðrasveit sem starfað hefur í Mosfellsdalnum að minnsta kosti síðan 1993 undir stjórn Þorkels Jóelssonar. Sveitin spilar reglulega á skemmtunum í heimabyggð sinni s.s. þorrablótum og við hátíðleg tilefni en stærð hennar og skipan mun vera all breytileg.

Brak og brestir [1] (1954-55)

Við Húsmæðraskólann á Laugarvatni mun hafa starfað hljómsveit eða sönghópur undir nafninu Brak og brestir, meðal nemenda þar veturinn 1954 til 55. Upplýsingar um þennan hóp eru afar takmarkaðar, þó er vitað að Valborg Soffía Böðvarsdóttir og Erna Jónsdóttir voru í honum en hvert hlutverk þeirra í Braki og brestum var, er óvíst. Einnig vantar…

Brak [3] – Efni á plötum

Brak [3] – Silfurkoss Útgefandi: Brak Útgáfunúmer: Brak 001 Ár: 2004 1. Núna 2. Álfar 3. Engill 4. Allt sem ég hef óskað mér 5. Ég er bara ég 6. Hrynur 7. Silfurkoss 8. Þessi þrá 9. Veröld veit 10. Hugmynd 11. Vinur minn 12. Konur Flytjendur: Haraldur Gunnarsson – gítar, bassi, hljómborð og raddir…

Brak [3] (2002-07)

Dúettinn Brak vakti nokkra athygli árið 2004 þegar hann gaf út tólf laga plötu en lítið fór fyrir sveitinni eftir það. Þeir Hafþór Ragnarsson og Haraldur Gunnlaugsson höfðu starfað saman að tónlist um langan tíma en létu verða að því að taka upp plötu árið 2002 og sáu þeir mestmegnis um þá vinnu sjálfir. Sú…

Brak [2] (1988-90)

Hljómsveitin Brak starfaði í um tvö ár í lok níunda áratugar 20. aldarinnar og átti fáein lög á safnplötum en að öðru leyti fór lítið fyrir þessari sveit. Brak mun hafa verið stofnuð í Breiðholtinu á árinu 1988 og þá tók sveitin upp tvö lög sem rataði á safnsnælduna Skúringar. Meðlimir sveitarinnar voru þá Arnar…

Afmælisbörn 11. desember 2018

Í dag er eitt afmælisbarn á skrá Glatkistunnar: Það er Guðlaugur Kristinn Óttarsson tónlistarmaður en hann er sextíu og fjögurra ára gamall. Hann hefur leikið sem gítarleikari í fjölmörgum en misþekktum hljómsveitum eins og Steinblómi, Lótusi, INRI, Kukli, Elgar sisters, Sextett, Current 93, Galdrakörlum og Þey en síðast talda sveitin er kannski sú þekktasta. Guðlaugur…

Afmælisbörn 10. desember 2018

Nokkur afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Einar Hólm Ólafsson söngvari og trymbill er sjötíu og þriggja ára gamall á þessum degi. Einar söng inn á eina litla plötu 1973 en var trommuleikari í mörgum hljómsveitum hér áður s.s. Pónik, Stuðlatríóinu, Næturgölum og Hljómsveit Ólafs Gauks svo einhverjar sé nefndar. Einar er faðir Ólafs…

Afmælisbörn 9. desember 2018

Tónlistartengdu afmælisbörn dagsins eru þrjú talsins að þessu sinni: Björgvin Franz Gíslason leikari er fjörutíu og eins árs gamall í dag. Björgvin Franz var barnastjarna og vakti fyrst athygli fyrir söng sinn í Óla prik syrpu sem naut vinsælda fyrir margt löngu en hefur síðan aðallega verið tengdur barnatónlist, t.d. Benedikt búálfi, Stundinni okkar o.þ.h.…

Afmælisbörn 8. desember 2018

Á þessum annars ágæta degi eru afmælisbörn Glatkistunnar tvö: Guðni (Þórarinn) Finnsson bassaleikari Ensímis er fjörutíu og átta ára í dag. Auk þess að vera bassaleikari í Ensími hefur Guðni leikið með hljómsveitum eins og Áhöfninni á Húna II, Bikarmeisturunum, Dr. Spock, Rass, Pondus, Hispurslausa kvartettnum og mörgum fleirum. Guðni hefur meira að segja farið…

Afmælisbörn 7. desember 2018

Tónlistartengd afmælisbörn Glatkistunnar eru þrjú í þetta skipti en þau eru öll látin: Í dag hefði Jórunn Viðar tónskáld átt aldarafmæli en hún lést í fyrra. Jórunn nam tónsmíðar í Þýskalandi, Bandaríkjunum og Austurríki á sínum tíma og samdi fjöldann allan af þekktum lögum s.s. Það á að gefa börnum brauð, Kall sat undir kletti…

The Boys – Efni á plötum

The Boys – The boys Útgefandi: Busk records Útgáfunúmer: BCD 177 Ár: 1993 1. Bus stop 2. If I fell 3. She loves you 4. Daydream believer 5. All I have to do is dream 6. You’ve really got a hold on me 7. I’m a believer 8. Do wah diddy diddy 9. Wake up…

The Boys (1992-96)

Dúettinn The Boys sló í gegn í Noregi og Íslandi á síðasta áratug 20. aldarinnar og gaf út þrjár plötur sem nutu nokkurra vinsælda, einkum sú fyrsta, þeir teljast þó á mörkum þess að geta talist barnastjörnur í íslenskri tónlistarsögu þar eð þeir störfuðu og bjuggu erlendis. The Boys, bræðurnir Arnar (1982) og Rúnar Halldórssynir…

Bóleró (1978-80)

Afar takmarkaðar upplýsingar finnast um akureysku hljómsveitina Bóleró (Bolero) sem starfaði á árunum 1978-80, jafnvel lengur. Bóleró mun hafa verið danshljómsveit og voru meðlimir hennar Guðmundur L. Meldal trommuleikari, Leó G. Torfason gítarleikari, Gunnar Sveinarsson bassaleikari og Erla Stefánsdóttir söngkona.

Box [1] – Efni á plötum

Box – Box Útgefandi: Geimsteinn Útgáfunúmer: GS 117 Ár: 1981 1. Box 2. Salt 3 3. London 4. Á höfði mínu 5. Góður drengur Flytjendur: Baldur Þ. Guðmundsson – hljómborð og söngur Eðvarð Vilhjálmsson – trommur og söngur Óskar Nikulásson – gítar og söngur Kristján E. Gíslason – gítar og söngur Sigurður Sævarsson – bassi…

Box [1] (1981-82)

Keflvíska hljómsveitin Box starfaði í um tvö ár og sendi á þeim tíma frá sér tvær plötur, heimatökin voru hæg því einn meðlima sveitarinnar var Baldur Þórir Guðmundsson sem hafði greiðan aðgang að hljóðveri Geimsteins sem var í eigu föður hans, Rúnars Júlíussonar. Fjölskyldufyrirtækið Geimsteinn gaf plöturnar tvær út en reyndar var aðeins fyrri platan…

Bóas (1993)

Hér er óskað eftir upplýsingum um hljómsveit/ir sem báru nafnið Bóas.  Ekki er ljóst hvort um eina eða tvær sveitir er að ræða, sveit var starfandi undir þessu nafnið árið 1993 en einnig er Stefán Hilmarsson nefndur sem meðlimur sveitar með sama nafni. Allar upplýsingar um Bóas eru vel þegnar.

Bozon (1999)

Hljómsveitin Bozon frá Grindavík var starfandi 1999 og keppti það árið í Rokkstokk hljómsveitakeppninni í Keflavík. Lag með sveitinni kom út á safnplötunni Rokkstokk 1999, sem gefin var út í tengslum við keppnina. Meðlimir þessarar grindvísku sveitar voru þeir Guðmundur Sigurjónsson bassaleikari, Kristinn Arnberg gítarleikari, Víðir Guðmundsson söngvari, Jóhann Vignir Gunnarsson hljómborðsleikari og Björgvin Björgvinsson…

Boy’s brigade (1983-84)

Hljómsveitin Boy‘s brigade var eins konar undanfari Rikshaw sem gerði garðinn frægan um miðjan níunda áratuginn. Sveitin var stofnuð 1983 en hlaut líklega ekki nafn fyrr en vorið 1984 þegar hún birtist fyrst opinberlega á Safari og lék þar frumsamda tónlist kennda við nýrómantík. Skipan sveitarinnar var nokkuð sérstök en hún var þá án bassaleikara…

Box [3] (1991-92)

Svo virðist sem hljómsveit hafi starfað á sunnanverðum Vestfjörðum 1991 og 1992 undir nafninu Box, að öllum líkindum á Tálknafirði. Fyrir liggur að Ragnar Jónsson var meðlimur sveitarinnar, líklega hljómborðsleikari, en aðrar upplýsingar er ekki að finna um hana.

Box [2] (1990-91)

Hljómsveitin Box frá Ólafsvík starfaði í kringum 1990 og að öllum líkindum lengur því hún var endurreist 1990 og lék þá m.a. á dansleik um áramótin 1990-91. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Magnús G. Ólafsson söngvari og gítarleikari, Geir Hörður Ágústsson trommuleikari og söngvari, Gunnlaugur Helgason bassaleikari og Ágúst Sigurlaugsson hljómborðs- og saxófónleikari. Allar nánari upplýsingar…

Bónus (1976-79)

Bónus, einnig kallað Söngtríóið Bónus, Bónus-tríóið og jafnvel Tríó Bónus, starfaði innan jafnaðarmannahreyfingarinnar, skemmti á samkomum og gaf út fjögurra laga plötu á síðari hluta áttunda áratugar síðustu aldar. Upphaflega var Bónus dúett en Gunnar Friðþjófsson og Ingveldur Ólafsdóttir hófu að koma fram á samkomum ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði haustið 1976 með söngatriði undir þessu…

Bóner (um 1992)

Rokksveit sem bar nafnið Bóner starfaði í Njarðvíkum fremur en Keflavík í kringum 1992 en meðlimir sveitarinnar voru þá á grunnskólaaldri. Lítið liggur fyrir um þessa sveit en þó eru nöfn tveggja meðlima hennar kunn, það eru þeir Magni Freyr Guðmundsson söngvari og Ólafur Ingólfsson trommuleikari en þeir gerðu garðinn frægan síðar með sveitum eins…

Bómullarband Atla Örvarssonar (1995)

Bómullarband Atla Örvarssonar virðist hafa komið fram í eitt skipti vorið 1995 og verið þá eins konar undirspilsband fyrir þekkta söngvara sem sungu lög sem Dean Marton hafði gert ódauðleg, þetta var á tónlistarkvöldi til heiðurs söngvaranum sem átti þá sjötíu og átta ára afmæli en það var haldið í Þjóðleikhúskjallaranum. Engir tónlistarmenn sveitarinnar voru…

Bómull og Einar (um 1990)

Hljómsveitin Bómull og Einar var eins konar angi eða útibú út frá Júpíters sem starfaði í kringum 1990. Ekki er að finna neinar heimildir um Bómul og Einar en Einar sá sem vísað er til er líklega Einar Jónsson básúnuleikari Júpíters. Óskað er eftir frekari upplýsingum um sveitina.

Bóluhjálmar (1969-70)

Hljómsveitin Bóluhjálmar vakti nokkra athygli í þá mánuði sem sveitin starfaði á árunum 1969 og 70, aðallega þó fyrir nafngiftina en nafnið varð tilefni skrifa í lesendadálk Morgunblaðsins þar sem það var harðlega gagnrýnt og voru mörg ljót látin þar falla s.s. „öskurapa-hljómsveit“ og „fávitar“. Reyndar gekk það svo langt að einn meðlimur sveitarinnar sá…

Bónus – Efni á plötum

Bónus – Frelsi Jafnrétti Bræðralag [ep] Útgefandi: Félag ungra jafnaðarmanna Útgáfunúmer: F.U.J. 001 Ár: 1978 1. Baráttusöngur jafnaðarmanna 2. Höfðingi smiðjunnar 3. Sameinaðir stöndum vér 4. Sá sem engu ann Flytjendur: Gunnar Friðþjófsson – söngur Jóhanna Linnet – söngur Ingveldur Ólafsdóttir – söngur [engar upplýsingar um hljóðfæraleikara]

Afmælisbörn 6. desember 2018

Fjögur afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Grímur Atlason tónlistarmaður og margt annað, er fjörutíu og átta ára gamall á þessum degi. Grímur hefur starfað með ótal hljómsveitum í gegnum tíðina, verið bassaleikari í sveitum eins og Drep, Dr. Gunni, Grjóthruni í Hólshreppi, Unun, Rosebud og Ekki þjóðinni og hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra tónlistarhátíðarinnar…

Afmælisbörn 5. desember 2018

Þá er komið að afmælisbörnum Glatkistunnar en að þessu sinni eru tvö á skrá: Lýður Árnason læknir og tónlistarmaður frá Flateyri er fimmtíu og sex ára gamall, hann hefur komið víða við á tónlistarferli sínum, verið í hljómsveitum á borð við Kartöflumúsunum, Vítamíni, Grjóthruni í Hólahreppi og Göglum svo fáeinar séu nefndar. Hann var einnig…

Afmælisbörn 4. desember 2018

Í dag eru afmælisbörn Glatkistunnar eftirfarandi: Ágúst Fannar Ásgeirsson hljómborðsleikari hljómsveitarinnar Jakobínurínu er tuttugu og átta ára gamall á þessum degi. Jakobínarína vann sér meðal annars til frægðar á sínum tíma að vinna Músíktilraunir (2005) en eftir að sveitin hætti árið 2009 hefur lítið spurst til Ágústs. Hann hefur þó starfað með hljómsveitinni Kosijama. Sigurður…

Afmælisbörn 3. desember 2018

Afmælisbörn dagsins eru tvö á þessum degi: Pétur Östlund trommuleikari er sjötíu og fimm ára í dag, hann lék með mörgum af þekktustu sveitum bítlatímabilsins og eru Hljómar og Óðmenn þeirra þekktastar en einnig með sveitum eins og Hljómsveit Finns Eydal, Hljómsveit Gunnars Ormslev, Musica prima og Útlendingahersveitinni. Hann var síðar kunnari fyrir djasstrommuleik og…

Afmælisbörn 2. desember 2018

Á þessum degi koma tvö afmælisbörn við sögu á Glatkistuvefnum: Tónlistarmaðurinn Toggi (Þorgrímur Haraldsson) er þrjátíu og níu ára, hann hefur gefið út tvær sólóplötur en er e.t.v. þekktastur fyrir að hafa samið lagið Þú komst við hjartað í mér sem bæðir hljómsveitin Hjaltalín og söngvarinn Páll Óskar hafa gert sígilt. Ragnar Sólberg (Rafnsson) eða…

Afmælisbörn 1. desember 2018

Afmælisbörn fullveldisdagsins eru eftirfarandi: Bakkgerðingurinn (Guðmundur) Magni Ásgeirsson söngvari Á móti sól á stórafmæli en hann er fertugur á þessum degi, Magni hefur einnig sungið með hljómsveitum eins og Shape, gefið út sólóplötur og sungið í undankeppnum Eurovision svo eitthvað sé nefnt, Magni hlaut sína fimmtán mínútna alþjóðafrægð þegar hann tók þátt í Rock star…