Stigmata (2002-03)

Hljómsveitin Stigmata var rokksveit starfandi í Vestmannaeyjum veturinn 2002 til 2003 og var skipuð meðlimum á unglingsaldri, sveitin mun hafa leikið frumsamið efni að mestu eða öllu leyti. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Heimir [?] söngvari, Elmar [?] gítarleikari og Rúnar [?] bassaleikari, ekki liggja fyrir upplýsingar um trommuleikara hennar. Glatkistan auglýsir eftir nafni trommuleikarans auk…

Stiftamtmannsvalsinn (1988-89)

Hljómsveit sem bar hið undarlega nafn Stiftamtsmannsvalsinn starfaði í nokkra mánuði veturinn 1988 til 89 en hún var stofnuð sumarið 1988 upp úr þungarokkshljómsveitinni Gypsy. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Hallur Ingólfsson trommuleikari, Flosi Þorgeirsson bassaleikari og Aðalsteinn Bjarnþórsson gítarleikari sem allir komu úr Gypsy en Bjarni Tryggvason var söngvari sveitarinnar og var þá þegar kunnur…

Stjórnin [1] (1987-88)

Það er ekki á allra vitorði en áður en hljómsveitin Stjórnin hin eina sanna (með Sigríði Beinteinsdóttur og Grétari Övarssyni) var stofnuð var önnur sveit starfandi undir sama nafni og að hluta til skipuð sama mannskap. Stjórnin hin fyrri var líklega stofnuð einhvern timann á árinu 1987 og starfaði í nokkra mánuði fram undir vorið…

Stjánar (1992-93)

Hljómsveitin Stjánar vakti nokkra athygli á Akureyri á fyrri hluta tíunda áratugarins en sveitin sem var skipuð tónlistarmönnum á menntaskólaaldri var talsvert áberandi um tíma í tónlistalífi bæjarins. Sveitin kom fram á sjónarsviðið vorið 1992 þegar hún lék á tónleikum en hún spilaði svo töluvert um sumarið fyrir norðan. Það var svo síðari part vetrar…

Stíblan (1996)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem líklega var starfandi á Akureyri eða nágrenni sumarið 1996 undir nafninu Stíblan. Ekkert annað liggur fyrir um þessa hljómsveit og er því óskað eftir upplýsingum um meðlimi hennar, hljóðfæraskipan, starfstíma og annað.

Stjórnin [3] (1992-93)

Veturinn 1992 til 93 starfaði hljómsveit innan Menntaskólans á Akureyri undir nafninu Stjórnin. Sveit þessi var meðal keppenda snemma árs 1993 í hljómsveitakeppninni Viðarstauk sem haldin hefur verið í MA um árabil. Engar upplýsingar er að finna um hverjir skipuðu Stjórnina eða um hljóðfæraskipan sveitarinnar en þær upplýsingar væru vel þegnar.

Afmælisbörn 24. ágúst 2022

Eitt afmælisbarn í íslenskri tónlistarsögu kemur við sögu Glatkistunnar í dag: Ólafur Haukur Símonarson er sjötíu og fimm ára gamall í dag. Ólafur er fyrst og fremst laga- og textahöfundur og skipta lög hans hundruðum, oftar en ekki tengt leikhúsinu. Þarna má nefna t.d. Hatt og Fatt, Gauragang, Fólkið í blokkinni og Kötturinn fer sínar…

Afmælisbörn 23. ágúst 2022

Afmælisbörnin eru fimm talsins á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Jón Elfar Hafsteinsson gítarleikari og kokkur er fimmtíu og fimm ára gamall í dag. Margir muna eftir honum síðhærðum með Stjórninni þegar Eitt lag enn tröllreið öllu hér á landi en Jón Elfar hefur einnig leikið með sveitum eins og Sigtryggi dyraverði, Singultus, Hjartagosunum, Dykk,…

Afmælisbörn 22. ágúst 2022

Sex tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Stórsöngvarinn frá Bíldudal, Jón Kr. (Kristján) Ólafsson er áttatíu og tveggja ára gamall í dag. Jón vakti fyrst landsathygli með bílddælsku hljómsveitinni Facon en áður hafði hann reyndar sungið með Kvartettnum og Kristjáni, og Hljómsveit Jóns Ástvaldar Hall. Eftir að sögu Facons lauk starfaði Jón um…

Afmælisbörn 21. ágúst 2022

Glatkistan hefur upplýsingar um þrjú tónlistartengd afmælisbörn þennan daginn: Theódór Júlíusson leikari er sjötíu og þriggja ára gamall í dag. Flestir tengja Theódór við leiklist og t.a.m. muna margir eftir honum í kvikmyndunum Mýrinni og Hrútum en hann hefur einnig sungið inn á margar plötur tengdar tónlist úr leikritum s.s. Evu Lúnu, Söngvaseið, Línu langsokk…

Afmælisbörn 20. ágúst 2022

Sex afmælisbörn koma við sögu á þessum degi: Einar Júlíusson söngvari er sjötíu og átta ára. Einar söng með ýmsum hljómsveitum s.s. Saxon kvintett, H.J. kvartettnum og Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar áður en hann gerðist fyrsti söngvari Hljóma frá Keflavík. Síðar átti hann eftir að syngja með Pónik, t.d. lagið Léttur í lundu, og fleiri sveitum…

Afmælisbörn 19. ágúst 2022

Tvö afmælisbörn er á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Þórður Árnason gítarleikari oftast kenndur við hljómsveit allra landsmanna, Stuðmenn, á stórafmæli í dag en hann er sjötugur. Nokkur ár eru liðin síðan hann yfirgaf sveitina en hann hefur í gegnum tíðina leikið með fjölmörgum hljómsveitum, þeirra á meðal má nefna Frugg, Sókrates, Rifsberju, Brunaliðið, Litla…

Afmælisbörn 18. ágúst 2022

Afmælisbörn dagsins eru fjögur að þessu sinni: Haraldur Leví Gunnarsson trommuleikari og plötuútgefandi er þrjátíu og fimm ára gamall á þessum degi en hann var þekktur sem trommuleikari hljómsveitanna Lödu sport og Lifun áður en hann stofnaði plötuútgáfuna Record record haustið 2007. Sú útgáfa lifir í dag góðu lífi og gefur út margar af frambærilegustu…

Steinunn Bjarnadóttir (1923-94)

Steinunn Bjarnadóttir leikkona var litríkur persónuleiki sem átti stormasama ævi þar sem skiptust á skin og skúrir en hún var ríflega fimmtug þegar hún gleymd og grafin sló í gegn sem Stína stuð með Stuðmönnum í laginu Strax í dag. Steinunn Bjarnadóttir eða Steinka Bjarna eins og hún var oft kölluð fæddist á Akranesi árið…

Steinunn Bjarnadóttir – Efni á plötum

Steinunn Bjarnadóttir – Aðeins þetta kvöld / Þú hvarfst á brott [78 sn.] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: HMV JOR 223 Ár: 1955 1. Aðeins þetta kvöld 2. Þú hvarfst á brott (Some of these days) Flytjendur: Steinunn Bjarnadóttir – söngur kvartett Árna Ísleifssonar; – Árni Ísleifsson – [?] – engar upplýsingar um aðra flytjendur] Steinunn Bjarnadóttir…

Stefán Karl Stefánsson – Efni á plötum

Stefán Karl Stefánsson – Í túrett og moll Útgefandi: Sena Útgáfunúmer: SCD 427 Ár: 2009 1. Digga digga dú 2. Sumarfrí 3. Slúðurberi 4. Einmana hljómsveit 5. Gnú 6. Pollamót 7. Grænmetisneitendur 8. Eru ekki allir í stuði 9. Léttlynda löggan 10. Ekki við hæfi barna 11. Þróunarkenningin 12. Nú hárið er sviðið 13. Afavísur…

Stefán Karl Stefánsson (1975-2018)

Stefán Karl Stefánsson er með ástsælustu grínleikurum Íslandssögunnar, hann náði alþjóðafrægð í hlutverki sínu sem Glanni glæpur í sjónvarpsþáttunum Latibær (Lazy town) en hér heima lék hann fjölda hlutverka í leikhúsi, sjónvarpi, kvikmyndum o.fl., þar var hann oft í sönghlutverkum en hann átti jafnframt í samstarfi við nokkra tónlistarmenn og gaf m.a.s. út grínplötu. Stefán…

Stemma [3] (1994)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði árið 1994 undir nafninu Stemma. Ekkert annað liggur fyrir um þessa sveit og er því óskað eftir upplýsingum um meðlimi og hljóðfæraskipan, starfstíma, hvar hún starfaði og fleiri sem við hæfi þykir í slíkri umfjöllun.

Steypa [1] (1992-93)

Hljómsveitin Steypa var starfrækt í Sandgerði um tveggja ára skeið á fyrri hluta tíunda áratugar síðustu aldar, sveitin spilaði rokk í anda svokallaða Seattle-sveita. Steypa spilaði töluvert árið 1992, mest þó á Suðurnesjunum en vorið 1993 var sveitin meðal keppnissveita í Músíktilraunum. Þá var hún skipuð þeim Ólafi Egilssyni gítarleikara, Magnúsi Magnússyni bassaleikara, Garðari Eiðssyni…

Steró kvintett (1958)

Hljómsveit starfaði um nokkurra mánaða skeið undir nafninu Steró / Stero kvintett árið 1958, hún er einnig auglýst í örfá skipti undir nafninu Stereo en Steró mun vera rétt. Engar upplýsingar finnast um meðlimi Steró kvintettsins utan þess að Guðbergur Auðunsson söng með henni um vorið í fáeinar vikur og var þá auglýstur sem rokksöngvari,…

Stereo (1967-72)

Hljómsveit sem kallaðist Stereo og var ýmist sögð vera kvintett, kvartett og tríó starfaði um nokkurra ára skeið á bítla- og blómaárunum 1967-72 en virðist þó hafa verið nokkuð á skjön við ríkjandi tónlistartísku því sveitin lék gömlu dansana og hefur því væntanlega sérhæft sig í dansleikjum ætluðum örlítið eldri dansleikjagestum. Því miður liggja litlar…

Stemming [2] (1990-92)

Hljómsveit sem bar nafnið Stemming starfaði á Austurlandi og gerði út frá Fellabæ á Héraði um tveggja ára skeið á árunum 1990 til 92. Sveitin lék á almennum dansleikjum, árshátíðum og þorrablótum á Héraði en kom einnig fram á Djasshátíð Egilsstaða sumarið 1991. Meðlimir Stemmingar voru þeir Ingólfur Kristinn Guðnason gítarleikari, Jón Ingi Arngrímsson bassaleikari,…

Stemming [1] (1989)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem kallaðist Stemming er hún mun hafa verið starfandi í Reykjavík sumarið 1989. Um var að ræða ballhljómsveit sem eitthvað var á ferðinni um landsbyggðina um sumarið, að minnsta kosti spilaði hún á Vestfjörðum. Óskað er eftir upplýsingum meðlimi þessarar sveitar, hljóðfæraskipan og annað.

Stemning (1971-72)

Veturinn 1971 til 72 var húshljómsveit í Silfurtunglinu við Snorrabraut sem bar heitið Stemning (einnig ritað Stemming). Heimildir um þessa sveit eru af afar skornum skammti og reyndar er ofangreint það eina sem fyrir liggur um hana og er því óskað eftir upplýsingum um meðlimi hennar og hljóðfæraskipan, auk annars sem heima ætti í umfjöllun…

Steypa [2] (2003)

Hljómsveit sem gekk undir nafninu Steypa virðist hafa starfað um skeið sumarið 2003 en hún kom þá fram í fáein skipti á höfuðborgarsvæðinu af því er virðist. Óskað er eftir upplýsingum um þessa sveit, þ.e. hverjir voru meðlimir hennar og á hvaða hljóðfæri þeir léku.

Afmælisbörn 17. ágúst 2022

Í dag eru þrjú afmælisbörn í tónlistargeiranum skráð hjá Glatkistunni: Skagamaðurinn Jón Trausti Hervarsson er sjötíu og sjö ára í dag en hann er kunnastur fyrir framlag sitt með hljómsveitinni Dúmbó sextett og Steina frá Akranesi sem starfaði í um tvo áratugi en hann var einn þeirra sem var allan tímann í sveitinni. Jón Trausti…

Afmælisbörn 16. ágúst 2022

Fjögur afmælisbörn eru á skrá í dag: Sigurður (Pétur) Bragason baritónsöngvari er sextíu og átta ára. Sigurður nam söng og tónfræði frá Tónlistarskólanum í Reykjavík en stundaði síðan framhaldsnám á Ítalíu og Þýskalandi. Hann hefur sungið ýmis óperuhlutverk heima og erlendis, gefið út sjö plötur með söng sínum, auk þess að stýra nokkrum kórum s.s.…

Afmælisbörn 15. ágúst 2022

Fimm tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Þingeyingurinn Baldur Ragnarsson tónlistarmaður og áhugaleikari er þrjátíu og átta ára gamall í dag. Þótt flestir tengi Baldur við gítarleik og söng í  hljómsveitinni Skálmöld hefur hann komið við í miklum fjölda sveita af ýmsu tagi, sem vakið hafa athygli með plötum sínum. Þar má…

Afmælisbörn 14. ágúst 2022

Fjögur afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Stórsöngvarinn Geir Ólafsson er fjörutíu og níu ára gamall á þessum degi. Geir eða Ice blue eins og hann er oft kallaður, hefur gefið út nokkrar sólóplötur og plötur með hljómsveit sinni Furstunum, sem samanstendur af tónlistarmönnum í eldri kantinum og er eins konar stórsveit. Hrönn Svansdóttir…

Afmælisbörn 13. ágúst 2022

Afmælisbörn Glatkistunnar eru sex talsins í dag: Ingunn Gylfadóttir tónlistarkona er fimmtíu og þriggja ára gömul á þessum degi. Ingunn var aðeins þrettán ára gömul þegar plata með henni, Krakkar á krossgötum kom út en síðar vakti hún verulega athygli fyrir framlag sitt í undankeppnum Eurovision ásamt Tómasi Hermannssyni en þau gáfu út plötu saman…

Afmælisbörn 12. ágúst 2022

Glatkistan hefur fjögur tónlistartengd afmælisbörn á skrá sinni í dag: Fyrsta skal nefna Halldóru Geirharðsdóttur (Dóru Wonder) leik- og tónlistarkonu en eins og margir muna var hún söngkona og saxófónleikari hljómsveitarinnar Risaeðlunnar eða Reptile eins og hún kallaðist á erlendri grundu. Sú sveit gaf út nokkrar plötur en söng hennar má einnig heyra á plötum…

Afmælisbörn 11. ágúst 2022

Afmælisbörn í fórum Glatkistunnar eru fimm talsins að þessu sinni: Bragi Ólafsson bassaleikari og rithöfundur á stórafmæli í dag en hann er sextugur. Upphaf ferils Braga á tónlistarsviðinu miðast við pönkið en hann var bassaleikari Purrks Pillnikk og síðan nokkurra náskyldra hljómsveita s.s. Pakk, Stuðventla, Brainer, Amen, Bacchus og P.P. djöfuls ég, áður en hann…

Stefán Jónsson [2] (1942-2025)

Söngvarinn Stefán Jónsson eða Stebbi í Lúdó eins og hann var reyndar oft kallaður var meðal allra fyrstu rokksöngvara Íslands en hann kom kornungur fram á sjónarsviðið laust fyrir 1960 og varð jafnframt sá fyrsti af þeirri kynslóð rokksöngvara sem söng inn á plötu. Stefán söng með nokkrum hljómsveitum en Lúdó sextett var þeirra allra…

Stefán Óskarsson – Efni á plötum

Stefán Óskarsson – Rokk og rómantík Útgefandi: Stefán Óskarsson Útgáfunúmer: SÓ 001 Ár: 2000 1. Til hennar 2. Ég sá þig úti á gólfi 3. Trúbadorinn 4. Einnar konu maður 5. Hjákonan 6. Misréttið 7. Íslenskar konur 8. Biðin Flytjendur: Stefán Óskarsson – söngur Einar Sigurðsson – raddir Halldór Þ. Þórólfsson – raddir Borgar Þórarinsson…

Stefán Óskarsson (1963-)

Stefán G. Óskarsson hafði trúbadoramennsku að aukastarfi um nokkurra ára skeið í kringum síðustu aldamót og sendi þá m.a. frá sér eina plötu með frumsömdu efni. Stefán Guðmundur Óskarsson fæddist 1963 en hann bjó og starfaði á Raufarhöfn framan af, þar hófst trúbadoraferill hans en hann var einkar virkur í félagslífi bæjarins og kom þar…

Stefán Jónsson [2] – Efni á plötum

Lúdó sextett og Stefán – Því ekki að taka lífið létt / Nótt á Akureyri [ep] Útgefandi: Hljóðfæraverslun Sigríðar Helgadóttur Útgáfunúmer: HSH 45-1020 Ár: 1964 1. Því ekki að taka lífið létt? 2. Nótt á Akureyri Flytjendur: Stefán Jónsson – söngur Hans Kragh – trommur Ólafur Gunnarsson – gítar Gunnar Sigurðsson – bassi Hans Jensson…

Stemma [1] (1977-78)

Á síðari hluta áttunda áratugar síðustu aldar starfaði danshljómsveit á Seyðisfirði undir nafninu Stemma. Sveitin mun hafa leikið talsvert á dansleikjum, að minnsta kosti veturinn 1977-78 og um sumarið 1978 – ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um starfstíma sveitarinnar nema að hún kom aftur saman árið 1995 í tilefni af aldarafmæli Seyðisfjarðar kaupstaðar. Meðlimir Stemmu…

Stella bianco (um 1980)

Upplýsingar óskast um hljómsveit sem starfaði á höfuðborgarsvæðinu í kringum 1980 undir nafninu Stella bianco en meðal meðlima hennar voru þeir Egill Helgason (síðar fjölmiðlamaður) og Ásgeir Sverrisson gítarleikari, líklega var Egill söngvari sveitarinnar. Allar frekari upplýsingar um þessa sveit væru vel þegnar.

Stella beauty (1973)

Vorið 1973 var starfrækt í Gagnfræðaskólanum í Garðahreppi (Garðaskóla) hljómsveit sem gekk undir nafninu Stella beauty en sú sveit var skipuð þáverandi og fyrrverandi nemendum skólans, Það voru þeir Sigurður Hafsteinsson gítarleikari, Brynjólfur [?] bassaleikari, Pétur Unnsteinsson trommuleikari og Pétur „Kafteinn“ Kristjánsson hljómborðsleikari, Pétur trymbill hafði þá tekið við af öðrum trommuleikara sem vantar upplýsingar…

Steinunn Hanna Hróbjartsdóttir (1940-2008)

Steinunn Jóhanna Hróbjartsdóttir verður seint talin með þekktustu dægurlagasöngkonum Íslands en hún skipar þó merkan sess í tónlistarsögunni því hún var líklega fyrst allra hérlendis til að syngja rokk opinberlega. Steinunn Jóhanna (fædd 1940) var ein af fjölmörgum ungum dægurlagasöngvurum sem fengu tækifæri til að spreyta sig á sviði framan við áhorfendur á síðari hluta…

Steinn Stefánsson (1908-91)

Steinn Stefánsson var um nokkurra áratuga skeið einn af máttarstólpum menningarlífs á Seyðisfirði en þar var hann auk þess að starfa sem skólastjóri, bæði kórstjórnandi og tónskáld. Steinn (Jósúa Stefánsson) var reyndar ekki Austfirðingur að uppruna heldur fæddist hann í Suðursveit sumarið 1908 og sleit þar barnsskónum en þar ólst hann upp við tónlist, lærði…

Steini blundur (1980)

Hljómsveitin Steini blundur var eins konar spunarokksveit sem var sett saman í hljóðveri til að leika inn á plötu Magnúsar Þórs Sigmundssonar, Gatan og sólin sem kom út fyrir jólin 1980. Nafn sveitarinnar var sótt í ljóð Kristjáns frá Djúpalæk en hann hafði samið texta að einhverju leyti fyrir plötuna. Sveitin starfaði um nokkurra vikna…

Stemma [2] [hljóðver / útgáfufyrirtæki] (1980-)

Hljóðverið og útgáfufyrirtækið Stemma hefur verið starfandi síðan árið 1980 en fremur hljótt hefur verið um það síðustu árin þótt líklega sé það enn starfrækt. Tildrög þess að Stemma var stofnuð á sínum tíma var einokun Hljóðrita í Hafnarfirði á upptökumarkaðnum en það var þá eina starfandi hljóðverið fyrir utan Tóntækni sem var í eigu…

Snjólaug Anna Sigurðsson (1914-79)

Snjólaug Sigurðsson (Snjolaug Sigurdsson) er ekki meðal þekktustu tónlistarmanna landsins en hún var Vestur-Íslendingur, fædd í Kanada og naut þar mikillar virðingar meðal Íslendingasamfélagsins vestra. Hún kom hingað til lands þrívegis í heimsókn. Snjólaug Anna (fædd Snjólaug Anna Sigurjónsdóttir) fæddist í Árborg í Manitoba haustið 1914 og var því af fyrstu innfæddu kynslóðinni þar vestra.…

Afmælisbörn 10. ágúst 2022

Fimm afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Nikulás Róbertsson hljómborðsleikari frá Vopnafirði er sextíu og níu ára gamall. Nikulás lék á sínum tíma með mörgum af vinsælustu hljómsveitunum og má þar nefna sveitir eins og Dínamít, Dögg, Fjörefni, Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar, Paradís, Gneista og Hljómsveit Róberts Nikulássonar, föður Nikulásar. Ólafur Elíasson píanóleikari er fimmtíu…

Afmælisbörn 9. ágúst 2022

Afmælisbörn dagsins eru þrjú talsins að þessu sinni en ekkert þeirra er á lífi: Sigurður Birkis óperusöngvari átti afmæli á þessum degi. Sigurður (1893-1960) var tenórsöngvari sem menntaði sig í list sinni í Danmörku og Ítalíu en sneri heim að því loknu og vann hér mikið brautryðjendastarf, stofnaði fjölda kirkjukóra, kenndi söng og gegndi fyrstur…

Afmælisbörn 8. ágúst 2022

Þrjú afmælisbörn í tónlistargeiranum eru á lista Glatkistunnar að þessu sinni: Sigrún Hjálmtýsdóttir eða bara Diddú á afmæli á þessum degi en hún er sextíu og sjö ára gömul. Diddu vakti fyrst athygli með Spilverki þjóðanna og Brunaliðinu en síðan varð sólóferillinn öðru yfirsterkara. Hún hefur sungið í fjölmörgum óperuuppfærslum og tónleikum af ýmsu tagi,…

Afmælisbörn 7. ágúst 2022

Í dag koma fjölmörg afmælisbörn við sögu Glatkistunnar: Rannveig Jóhannsdóttir er sjötíu og þriggja ára gömul en margir hinna eldri muna eftir henni frá fyrstu árum Sjónvarpsins en hún sá þá um Stundina okkar ásamt hrafninum Krumma. Reyndar kom einnig út lítil plata með þeim Rannveigu og Krumma. Rannveig var lítið áberandi eftir þetta sjónvarpsævintýri…

Afmælisbörn 6. ágúst 2022

Þrjú afmælisbörn í tónlistargeiranum líta dagsins ljós að þessu sinni: Jóhann Helgason er sjötíu og þriggja ára gamall í dag. Jóhann er einn okkar fremsti lagahöfundur og söngvari og á ógrynni laga sem allir þekkja, meðal þeirra má nefna Söknuður, Seinna meir, Take your time og Karen svo fáein dæmi séu nefnd. Jóhann hefur starfað…

Afmælisbörn 5. ágúst 2022

Tónlistartengdu afmælisbörnin eru fimm talsins á þessum degi: Haukur Heiðar Ingólfsson píanóleikari á stórafmæli en hann er áttræður í dag. Haukur Heiðar hefur gefið út fjöldann allan af plötum þar sem hann leikur oftast instrumental lög í félagi við aðra, sem hvarvetna hafa fengið góða dóma. Haukur Heiðar var lengi þekktastur fyrir að vera undirleikari…