Nýja bandið var starfaði 1989 og 90 og lék á dansstöðum höfuðborgarsvæðisins, aðallega Ártúni, með áherslu á gömlu dansana.
Engar upplýsingar er að finna um meðlimi Nýja bandsins en söngkonurnar Kristbjörg Löve og Arna Þorsteinsdóttir skiptust á að syngja með sveitinni. Einnig tróðu harmonikkuleikarar eins og Grettir Björnsson, Örvar Kristjánsson og Jón Sigurðsson stundum upp með henni.
Allar upplýsingar um meðlimi Nýja bandsins eru vel þegnar.














































