Afmælisbörn 28. desember 2014

Elly Vilhjálms2

Elly Vilhjálms

Eitt afmælisbarn er skráð á þessum degi:

Elly Vilhjálms söngkona (f. 1935) hefði átt afmæli á þessum degi en hún lést 1995. Elly (Henný Eldey Vilhjálmsdóttir) var af Suðurnesjunum og var snemma uppgötvuð sem söngkona, hún söng með ýmsum hljómsveitum þess tíma, lengst af með KK-sextett, Orion kvintett og Hljómsveit Svavars Gests, en Svavar varð þriðji eiginmaður hennar. Elly söng sig fljótlega inn í hjörtu landsmanna og samstarf systkinanna, Ellyjar og Vilhjálms Vilhjálmssonar er löngu orðið sígilt. Fjölmargar plötur komu út með söngkonunni á sínum tíma en hún dró sig í hlé snemma, allt of snemma segja flestir, en hafði við ævilok komið aftur fram á sjónarsviðið.