
Vilhjálmur frá Skáholti
Þá er komið að afmælisbörnum dagsins:
Alma Guðmundsdóttir söngkona er þrítug í dag. Alma er hvað kunnust fyrir framlag sitt til Nylons (síðar The Charlies) en hún er búsett í Bandaríkjunum ásamt öðrum Charlies stöllum.
Vilhjálmur (Björgvin Guðmundsson) frá Skáholti (1907-63) hefði einnig átt þennan afmælisdag en hann var fyrst og fremst ljóðskáld og hafa mörg ljóða hans orðið þekkt í flutningi tónlistarmanna. Þar má nefna Ó borg mín borg, Jesús kristur og ég og Herbergið mitt.














































