Rivera (1986-87)

Rivera

Fáar heimildir er að finna um hljómsveit sem bar nafnið Rivera og starfaði á Akranesi. Sveitin hóf störf snemma um vorið 1986 og starfaði að minnsta kosti um eins árs skeið, þeir léku töluvert undir borðum og á dansleikjum í veitingahúsinu Stillholti á Skaganum, auk annarra tilefna.

Sveitina skipuðu þeir Ólafur Frímann Sigurðsson trommuleikari og söngvari, Guðmundur Gunnlaugsson gítarleikari og söngvari, Pétur Pétursson hljómborðsleikari og Ragnar Knútsson bassaleikari.