![Rómeó [2]](https://glatkistan.com/wp-content/uploads/2015/08/rc3b3mec3b3-2.jpg?w=300&h=179)
Rómeó frá Húsavík
Hljómsveitin Rómeó frá Húsavík starfaði í að minnsta kosti þrjú ár í lok níunda áratugarins, hún virðist mest hafa spilað á böllum í Þingeyjasýslum.
Sveitin var stofnuð 1987 og voru meðlimir hennar bræðurnir Þorvaldur Daði og Kristján Halldórssynir gítarleikarar, Karl Hálfdánarson bassaleikari, Sigurjón Sigurðsson trommuleikari og Sigurpáll Ísfjörð Aðalsteinsson hljómborðsleikari. Þeir félagar skiptust á að syngja.
1990 var Örn Sigurðsson í Rómeó en ekki er ljóst hvort hann kom inn fyrir einhvern annan eða hvort hann var hrein viðbót. Örn lék hugsanlega á saxófón.
Engar heimildir finnast um sveitina eftir 1990.














































