
Rude boys
Hljómsveitin Rude boys (Rudeboys) var einhvers konar afsprengi pönksins, starfandi í Kópavogi sumarið 1984 og mun hafa spilað nokkuð opinberlega.
Meðlimir sveitarinnar voru þeir Lúlli [?], gítarleikari, Finnur [?] gítarleikari, Baldur [?] trommuleikari, Týri [?] söngvari og Þráinn [?] bassaleikari. Allar frekari upplýsingar um þessa sveit væru vel þegnar.














































