Danshljómsveitin okkar (1990)

Hljómsveit sem starfaði undir nafninu Danshljómsveitin okkar lék á dansleikjum í Danshúsinu í Glæsibæ fyrri hluta árs 1990.

Meðlimir sveitarinnar voru Carl Möller hljómborðsleikari, Mark E. Brink söngvari og bassaleikari, Sigurður Hafsteinsson gítarleikari og Ólafur Kolbeins trommuleikari. Söngvararnir Þorvaldur Halldórsson og Kristbjörg Löve sungu með sveitinni, sem var fremur skammlíf.