Drekar var hljómsveit sem sérhæfði sig í gömlu dönsunum og lék aðallega á dansstöðum borgarinnar um tólf ára skeið á árunum 1975-87.
Engar upplýsingar finnast um meðlimi Dreka eða hvort einhver tengsl séu á milli sveitanna tveggja sem báru þetta nafn. Þó liggur fyrir að Mattý Jóhanns (Matthildur Jóhannsdóttir) söng með sveitinni og Hjördís Geirs virðist hafa leyst hana af stöku sinnum.














































