
Karlakór Dagsbrúnar er einn þeirra kóra sem nú hefur bæst í gagnagrunn Glatkistunnar.
Enn bætist í gagnagrunn Glatkistunnar og eins og í síðustu viku eru það karlakórarnir sem eru í aðalhlutverki. Nítján karlakórar, flestir frá fyrri hluta 20. aldarinnar eru í þessum pakka og eru víðs vegar af landinu. Áfram verður unnið í K-inu þannig að fókusinn verður á karlakóra frá ýmsum tímum á næstunni.
Viðbætur, leiðréttingar og aðrar ábendingar eru sem fyrr vel þegnar og má senda þær á póstfangið glatkistan@glatkistan.com.
Einnig er bent á að upplýsingar um tónleikahald og aðra tónlistartengda viðburði má senda á vidburdir@glatkistan.com.














































