Stutt ágrip af sögu jólalagaútgáfu á Íslandi er nú komið inn á Glatkistuvefinn. Þar er hægt að lesa sig til um sögu og þróun jólaplatna á Íslandi í stuttu máli og í þeirri umfjöllun er jólaplötum skipt í fjóra flokka, þegar fram líða stundir verður hægt að sjá þar megnið af íslenskri jólalagaútgáfu.
Hægt er að finna þessa umfjöllun annars vegar undir liðnum Jólatónlist í bókstafnum „J“ í gagnagrunninum, hins vegar í Greinasafni Glatkistunnar.














































