
Karlakórinn Húnar
Karlakórinn Húnar starfaði á Blönduósi á árunum 1944 til 57. Guðmann Sigtryggur Hjálmarsson var stjórnandi kórsins fyrstu ellefu árin eða á árunum 1944 ti 55 en eftir það starfaði hann í aðeins tvö ár – ekki liggur fyrir hver stjórnaði honum síðustu árin.
Kórinn hafði byrjað sem tvöfaldur kvartett og gekk í fyrstu undir nafninu Áttungar en hlaut nafnið Húnar 1944. Húnar sungu einkum á Húnavöku og öðrum samkomum í heimahéraði.














































