![Kaskó [1]1](https://glatkistan.com/wp-content/uploads/2015/02/kaskc3b3-11.jpg?w=300&h=213)
Kaskó
Hljómsveitin Kaskó frá Fáskrúðsfirði var skipuð fremur ungum meðlimum en sveitin var starfrækt á árunum 1965-67, og hugsanlega lengur.
Meðlimir sveitarinnar voru Hafþór Eide söngvari, Ómar Bjartþórsson gítarleikari, Stefán Garðarsson bassaleikari, Agnar Eide gítarleikari [?] og Þórarinn Óðinsson trymbill.
1967 höfðu orðið einhverjar mannabreytingar í Kaskó, Hafþór hafði þá tekið við bassanum auk þess að syngja en Stefán sem áður hafði verið bassaleikari lék á gítar, rétt eins og Þröstur Ingólfur Víðisson sem þá var kominn í sveitina. Þá var Kjartan Ólafsson hljómborðsleikari í sveitinni en Agnar Eide hafði þá hætt í Kaskó.
Ekki liggja fyrir upplýsingar um frekari mannabreytingar í sveitinni.














































