Vorið 1999 voru hélt Sinfóníuhljómsveit Íslands ásamt rokkhljómsveit, nítján erlendum einsöngvurum og fjörutíu manna kór tónleika í Laugardalshöllinni þar sem flutt var tónlistin úr söngleiknum Jesus Christ Superstar.
Kórinn sem var settur saman í tilefni af þessum tónleikum hlaut nafnið Jónsbörn, en stjórnandi hans var einmitt Jón Kristinn Cortez og þaðan kemur nafnið.
Í Jónsbörnum var að finna fyrrverandi nemendur Jóns úr sönglistinni, félaga úr Karlakórnum Þröstum og Brooklyn fæv en síðast taldi hópurinn hafði tekið þátt í uppfærslunni á Súperstar í Borgarleikhúsinu fjórum árum áður.
Jónsbörn störfuðu eins og giska má á, aðeins í kringum þessa tónleika.














































