
Spottarnir
Vísnabandið Spottarnir verða með tónleika á Café Rosenberg fimmtudagskvöldið 31. mars.
Spottarnir syngja vísur eftir Cornelis Vreeswijk sem er ein aðal uppspretta sveitarinnar, á efnisskrá eru einnig lög eftir Magnús Eiríksson, Megas, Hank Williams og ýmsa aðra.
Hljómsveitin er skipuð þeim Eggert Jóhannssyni sem syngur og leikur á gítar, Einari Sigurðssyni leikur á bassa, Magnúsi R. Einarssyni sem syngur og leikur á gítar en Karl Pétur Smith sér um trommuleik.
Tónleikarnir hefjast kl:21














































