![Plató [2]](https://glatkistan.com/wp-content/uploads/2016/05/platc3b3-2.jpg?w=204&h=300)
Plató
Plató var hljómsveit úr Hafnarfirðinum sem sérhæfði sig einkum í tónlist hipparokkara í anda Led Zeppelin, Cream o.fl. Þeir félagar voru einnig í blúsnum.
Sveitin var stofnuð sumarið 1990 og voru meðlimir hennar Guðfinnur Karlsson söngvari, Starri Sigurðarson bassaleikari, Jón Örn Arnarson trommuleikari og Kristbjörn Búason gítarleikari. Flestir áttu þeir eftir að birtast í mun þekktari sveitum síðar.
Plató starfaði í um eitt og hálft ár, virðist hafa verið hætt störfum í lok ársins 1991.














































