Hljómsveitin Volvo kom frá Kirkjubæjarklaustri og starfaði árið 1989.
Sveitin var stofnuð um vorið en ekki liggur fyrir hversu lengi hún starfaði, flestir meðlima hennar höfðu áður verið í hljómsveitinni The Hope en þeir voru Hjörtur Freyr Vigfússon gítarleikari og söngvari, Jón Geir Birgisson trommuleikari, Frosti Jónsson hljómborðs- og píanóleikari og Valdimar Steinar Einarsson bassaleikari og söngvari. Sami mannskapur starfaði undir nafninu Væringjar síðar og spilaði víða um nágrannasveitirnar.
Þess má geta að Volvo var vel styrkt af Bílaverkstæði Gunnars Valdimarssonar á Kirkjubæjarklaustri, sem skýrir nafngift sveitarinnar.














































