Splæsing nönns (1998)

Splæsing nönns spilaði svokallað dauðapönk en sveitin kom frá Akureyri og keppti í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1998, reyndar án þess að hafa þar erindi sem erfiði því hún komst ekki áfram í úrslit.

Sveitina skipuðu þeir Helgi Jónsson trommuleikari, Bragi Bragason söngvari, Viðar Sigmundsson gítarleikari og Kristján B. Heiðarsson bassaleikari.

Sveitin gaf út þriggja laga demóplötu í mjög takmörkuðu upplagi, hún bar nafnið Why?

Efni á plötum