Litlar upplýsingar er að finna um Dömuna og hérann en um einhvers konar hljómsveit var að ræða, ættaða frá Akureyri.
Daman og hérinn var að öllum líkindum tilrauna- eða gjörningasveit og var hún undanfari Vindva mei, sem í voru Ásmundur Ásmundsson, Rúnar Magnússon og Pétur Eyvindsson. Ekki liggur þó fyrir hvort þeir þrír hafi verið nákvæmlega í Dömunni og héranum.














































