Óvera (1971-72)

Óvera frá Stykkishólmi

Hljómsveitin Óvera frá Stykkishólmi sigraði í hljómsveitakeppni sem haldin var í Húsafelli um verslunarmannahelgina 1971, meðlimir sveitarinnar voru þar þeir Hinrik Axelsson bassaleikari, Gunnar Ingvarsson trommuleikari, Ragnar Berg Gíslason gítarleikari og Gunnar Svanlaugsson gítarleikari og söngvari.

Óvera starfaði í nokkurn tíma eftir sigurinn í Húsafelli en árið 1972 bættist gítarleikarinn Sigurður Björnsson (Siggi Björns) í sveitina, og var þá nafni hennar breytt í Álos þrátt fyrir að hún hefði þá verið orðin fremur þekkt undir Óveru-nafninu.