Afmælisbörn 20. desember 2020

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Hafnfirðingurinn Stefán Hjörleifsson gítarleikari Nýdanskrar er fimmtíu og sex ára gamall í dag. Stefán hóf sinn tónlistarferil í heimabænum og var í hljómsveitinni Herramönnum ungur að árum. Á menntaskólaárum sínum gaf hann út plötuna Morgundagurinn sem hafði að geyma lög úr stuttmynd en síðan hefur hann…

Afmælisbörn 19. desember 2020

Á þessum degi eru fjögur afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Ómar Diðriksson trúbador og hárskeri er fimmtíu og átta ára gamall. Hann hefur starfrækt eigin sveitir, Síðasta sjens, Tríó Ómars Diðrikssonar og Sveitasyni, en hefur einnig gefið út nokkrar sólóplötur og í samstarfi við Karlakór Rangæinga. Hann býr nú í Noregi Gréta Sigurjónsdóttir gítarleikari Dúkkulísanna frá…

Afmælisbörn 18. desember 2020

Í dag er eitt nafn á afmælislista Glatkistunnar Það er Sigurlaug Thorarensen sem einnig gengur undir sólólistanafninu Sillus en hún er þrítug á þessum degi. Hún hefur gefið út tilraunakennt raftónlistarefni og unnið tónlist fyrir sjónvarp en einnig sungið með hljómsveitinni BSÍ á plötu sem og starfað með öðru tónlistarfólki s.s. Hermigervli, sem reyndar er…

Afmælisbörn 17. desember 2020

Eitt tónlistartengt afmælisbarn kemur við sögu á lista Glatkistunnar í dag: Tónlistarkonan Sólveig Matthildur Kristjánsdóttir er tuttugu og sex ára gömul á þessum degi. Hún er hljómborðsleikari í hljómsveitinni Kælunni miklu sem sigraði Ljóðaslamm Borgarbókasafnsins 2013 og hefur einnig gefið út nokkrar breiðskífur, Sólveig hefur einnig sjálf sent frá sér tvær sólóplötur og fjölda smáskífna…

Fjórtán Fóstbræður (1963-75)

Fjórtán Fóstbræður skipa mun stærri sess í íslenskri tónlistarsögu en flestir gera sér grein fyrir, ekki aðeins fyrir það að marka upphaf SG-hljómplötuútgáfunnar en útgáfan varð til beinlínis stofnuð fyrir tilstilli Fóstbræðra heldur einnig fyrir að fyrsta platan þeirra var um leið fyrsta danslagabreiðskífan sem gefin var út á Íslandi og hafði einnig að geyma…

Fjallkonan (1994-96)

Hljómsveitin Fjallkonan starfaði í á annað ár um miðbik tíunda áratugar síðustu aldar, hún sendi frá sér eina breiðskífu og nutu tvö lög hennar nokkurra vinsælda. Það var hljómborðsleikarinn og þúsundþjalasmiðurinn Jón Ólafsson sem kallaði til nokkra tónlistarmenn síðsumars 1994 og stofnaði Fjallkonuna, það voru Stefán Hjörleifsson gítarleikari og fóstbróðir Jóns til margra ára í…

Fjórtán Fóstbræður – Efni á plötum

Fjórtán Fóstbræður með Hljómsveit Svavars Gests – Syngið með: Lagasyrpur úr útvarpsþættinum „Sunnudagskvöld með Svavari Gests“ Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG – 001 Ár: 1964 / 1966 / 1979 1. Syrpa af hröðum lögum: Tóta litla / Ekki fædd í gær / Gunna var í sinni sveit / Ó, nema ég / Ég er kominn heim…

Fjarkinn [2] (um 1950)

Um miðbik síðustu aldar starfaði hljómsveit á Akranesi undir nafninu Fjarkinn. Fjarkinn (einnig stundum nefnd Fjarkar) gæti hafa verið sett á laggirnar litlu fyrir 1950 og starfaði hún í nokkur ár undir stjórn Danans Ole H. Östergaard gítarleikara, sem stofnaði hana. Fjarkinn var lengst af kvartett undir stjórn Östergaard en aðrir meðlimir voru Helga Jónsdóttir…

Fjallkonan – Efni á plötum

Fjallkonan – Partý Útgefandi: Fjallkonan Útgáfunúmer: WC D01 Ár: 1995 1. Út í heim 2. Bömpaðu baby bömpaðu 3. Loftbólur 4. Öddi hveiti 5. Thule woman 6. Förum og berjum 7. Atlot 8. Glataður/hataður 9. Fóní Joni 10. Rúnar 11. Pjúk Flytjendur: Jón Ólafsson – söngur, raddir og hljómborð Stefán Hjörleifsson – gítar Pétur Örn…

Fjórir fjórðu (1991-92)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit, sem að öllum líkindum var hafnfirsk, og gekk undir nafninu Fjórir fjórðu. Sveitin starfaði á árunum 1991 og 92, keppti fyrra árið í hljómsveitakeppni sem haldin var á vegum Nillabars en hún starfaði fram á árið 1992 að minnsta kosti. Engar upplýsingar finnast um meðlimi Fjögurra fjórðu en líklega…

Fjórir félagar [4] (1992)

Hljómsveit að nafni Fjórir félagar skemmti á 17. júní hátíðarhöldunum í Reykjavík 1992 og eftir því sem best verður við komist kom hún fram aðeins í þetta eina skipti. Engar upplýsingar er að finna um meðlima- og hljóðfæraskipan þessarar sveitar og er leitast eftir þeim hjá lesendum Glatkistunnar.

Fjórir félagar [3] (1989)

Haustið 1989 starfaði hljómsveit á Akureyri undir nafninu Fjórir félagar, og sinnti ballspilamennsku á norðanverðu landinu. Sveitin starfaði líklega aðeins fram að áramótum 1989-90 en meðlimir hennar voru þeir Björgvin Baldursson söngvari og gítarleikari, Steingrímur Stefánsson trommu- og harmonikkuleikari, Viðar Garðarsson bassaleikari og Hlynur Guðmundsson söngvari og gítarleikari.

Fjórir félagar [2] (1974-80)

Litlar upplýsingar er að finna um hljómsveit sem bar nafnið Fjórir félagar, og lék gömlu dansana hjá dansklúbbnum Eldingu í Hreyfilshúsinu við Grensásveg á árunum 1974 til 80. Vitað er að Guðjón Matthíasson harmonikkuleikari tilheyrði Fjórum félögum í upphafi en engar upplýsingar er að finna um aðra meðlimi sveitarinnar. Inga Jónasar (Ingibjörg Jónasdóttir) frá Suðureyri…

Fjórir félagar [1] (1943-47)

Söngkvartett, Fjórir félagar, starfaði á árunum 1943 til 47 í Reykjavík en meðlimir hans höfðu áður verið skólafélagar í Menntaskólanum á Akureyri. Það voru þeir Sverrir Pálsson, Þorvaldur Ágústsson, Eyþór Óskar Sigurgeirsson og Magnús Árnason sem skipuðu kvartettinn sem stofnaður var haustið 1943, Guðmundur Ámundason tók síðan við af þeim síðast talda en allir voru…

Fjóla Karlsdóttir (1936-2021)

Fjóla Karlsdóttir (f. 1936) var af fyrstu kynslóð dægurlagasöngkvenna á Íslandi á síðari hluta sjötta áratugar síðustu aldar. Fjóla sem iðulega var auglýst undir nafninu Fjóla Karls, söng með Stereo-kvintettnum og Neo tríóinu á dansleikjum á höfuðborgarsvæðinu og einnig eitthvað úti á landsbyggðinni. Söngferill hennar var fremur stuttur, ekki liggja fyrir heimildir hvenær hún hóf…

Fjórir fjörugir [1] (1958-61)

Hljómsveitin Fjórir fjörugir starfaði yfir sumartímann á Siglufirði nokkur sumur í kringum 1960 meðan síldin var enn úti fyrir landi og bærinn iðaði af lífi. Nokkuð óljóst er hvenær Fjórir fjörugir tóku til starfa undir þessu nafni en að minnsta kosti hluti sveitarinnar hafði leikið saman undir nafninu Tónatríó nokkur sumur á undan, heimildir eru…

Afmælisbörn 16. desember 2020

Í dag eru tvö tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Tónlistarkonan Rakel Mjöll Leifsdóttir er þrjátíu og eins árs gömul á þessum degi. Rakel Mjöll vakti fyrst athygli í söngkeppni Samfés og hefur m.a.s. keppt í undankeppni Eurovision en hefur fyrst og fremst verið þekkt sem söngkona s.s. hljómsveita eins og Útidúr og Dream wife sem…

Afmælisbörn 15. desember 2020

Í dag eru fjögur afmælisbörn á skrá Glatkistunnar, þau eru þessi: Söngvarinn Herbert Guðmundsson (Hebbi) er sextíu og sjö ára í dag. Hann var áður söngvari fjölmargra hljómsveita eins og Pelican, Eikur, Raflosts, Tilveru, Sólskins, Ástarkveðju, Stofnþels og Kan svo nokkrar vel valdar séu nefndar en þekktastur er hann þó fyrir sólóferil sinn, fyrst og…

Afmælisbörn 14. desember 2020

Afmælisbörn Glatkistunnar í dag eru eftirfarandi: Friðrik S. Kristinsson kórstjórnandi með meiru er fimmtíu og níu ára gamall, hann hefur stýrt kórum eins og Karlakór Reykjavíkur, Snæfellingakórnum, Unglingakór Hallgrímskirkju, Drengjakór Reykjavíkur og Landsbankakórnum en hann er menntaður söngkennari og starfar einnig sem slíkur. Hann hefur sungið sjálfur inn á plötur enda söngmenntaður. Ástvaldur (Zenki) Traustason…

Afmælisbörn 13. desember 2020

Í dag eru þrír tónlistarmenn á skrá Glatkistunnar sem eiga afmæli: Lárus Halldór Grímsson tónskáld, hljómsveitastjórnandi og hljómborðs- og flautuleikari er sextíu og sex ára á þessum degi. Hann nam hér heim og í Hollandi, lék með mörgum hljómsveitum hér á árum áður s.s. Sjálfsmorðssveit Megasar, Súld, Með nöktum, Þokkabót, Eik og Deildarbungubræðrum og lék…

Ný krossgáta

Ný tónlistarkrossgáta hefur nú litið dagsins ljós hér á Glatkistunni, það hlýtur að vera alveg kjörið að setjast með kaffibolla og glíma við miserfið tónlistartengd krossgátuverkefni á þessum annars dimma en hlýja desember morgni áður en jólaundirbúningurinn hefst.  

Afmælisbörn 12. desember 2020

Glatkistan hefur á skrá sinni í dag fjögur tónlistartengd afmælisbörn: Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenórsöngvari er fimmtíu og þriggja ára gamall í dag, hann nam söng hér heima og á Ítalíu, hefur starfað m.a. í Íslensku óperunni, með Frostrósum og Mótettukórnum og haldið fjölda tónleika á Íslandi og erlendis. Jóhann Friðgeir hefur gefið út nokkrar sólóplötur…

Afmælisbörn 11. desember 2020

Í dag eru tvö afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Annars vegar er það Guðlaugur Kristinn Óttarsson tónlistarmaður en hann er sextíu og sex ára gamall. Hann hefur leikið sem gítarleikari í fjölmörgum en misþekktum hljómsveitum eins og Steinblómi, Lótusi, INRI, Kukli, Elgar sisters, Sextett, Current 93, Galdrakörlum og Þey en síðast talda sveitin er kannski sú…

Afmælisbörn 10. desember 2020

Nokkur afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Einar Hólm Ólafsson söngvari og trymbill er sjötíu og fimm ára gamall á þessum degi. Einar söng inn á eina litla plötu 1973 en var trommuleikari í mörgum hljómsveitum hér áður s.s. Pónik, Stuðlatríóinu, Næturgölum og Hljómsveit Ólafs Gauks svo einhverjar sé nefndar. Einar er faðir Ólafs…

Yfir 300 textar bætast við Glatkistuna

Um 330 textar bætast nú við textaflóru Glatkistunnar þetta miðvikudagseftirmiðdegi og kennir þar ýmissa grasa – til að mynda er fjöldi nýútkominna texta meðal þeirra. Þetta eru textar með listamönnum eins og Bríeti, Myrkva, Emmsjé Gauta, Afkvæmum guðanna, Björgvini Halldórssyni, Elínu Halldórsdóttur, Baggalúti, Róberti Erni Hjálmtýssyni (hljómsveitinni Ég) o.fl. en hér má einnig finna mikinn…

Fullorðinn og orðinn fullur

Fullorðinn og orðinn fullur (Lag / texti: Sverrir Stormsker) Hvað ertu að steikja hér? Er verið að leika sér? Á ekki að leyfa mér að vera með? Ég vil engan rugludall, ég vil engan fullan kall sem eldar tómt drullumall. Þú ert peð. Þú ert eins og álfur út úr hól, þú ert algjört fatlafól.…

Heim [2]

Heim (Lag / texti: Jenni Jóns)   Heim, heim, hugur minn leitar, hjartkært æskunnar vor. Lék ég mér lítill drengur, við lækinn minn í klettaskor. Sólskríkjan söng í runni, svanir um loftin blá. Heima, þar öllu ég unni og þar vill hjarta mitt slá. Heima, þar öllu ég unni og þar vill hjarta mitt slá.…

Lítið blóm

Lítið blóm (Lag / texti: Jenni Jóns) Ég á lítið blóm, í bók það er, blómið sem er vinargjöf frá þér. Minning geymd um okkar fyrsta fund, fallegt blóm er prýddi grænan lund. Eins og gull ég geymi blómið mitt, glaða milda hlýja brosið þitt. Enn ég heyri vorsins unaðsóm, er ég lít mitt fagra…

Vökudraumur

Vökudraumur (Lag / texti: Jenni Jóns) Ljúft er að láta sig dreyma, liðna sælutíð. Sólríku sveitina kæru, svipmikla birkihlíð. Fjarlægu fjöllin bláu, frjósama, blómskreytta grund, baðandi í geislagliti, glaðværa morgunstund. Við lékum heim saman að legg og skel, ljúft var vor og bjart um fjöll og dal. Ég man hvað við í æsku þar undum…

Vertu’ ekki að væla

Vertu‘ ekki að væla (Lag og texti: Sverrir Stormsker) Þegar ég er súr og svekkt og allt er fúlt og leiðinlegt, eitt drulludý og allt er í molum, kalda kolum. Og þegar ég er sár og hvekkt og lífið alveg ömurlegt, og allir hugsa um sjálfan sig, þá segi ég við sjálfa mig: Vertu‘ ekki…

Eigingjörn umhyggja

Eigingjörn umhyggja (Lag / texti: Guðrún Elín Ólafsdóttir / Sverrir Stormsker) Ég vil læra á gítar og ég vil verða pró. Ég vil læra að syngja alveg eins og Bubbi og Bó. En pabbi vill að ég verði víðfrægur prófessor, segist ekki tala við mig framar ef gerist ég trúbador, það sé drulla og slor,…

Bless

Bless (Lag og texti: Sverrir Stormsker) Ástin mín, ég verð að segja þér hvað býr í brjósti mér, svo viltu setjast hér. Ástin min, ég þreyttur orðinn er á okkur, mér og þér. Á taugum brátt ég fer. Ég yfirgef þig ástin mín, ég er að missa‘ af lest. Svo vertu blessuð vina mín, þú…

Sprengidagar

Sprengidagar (Lag og texti: Sverrir Stormsker) Mig langar mikið í seríos, mig langar mikið í ískalt gos, smákökur, tvíbökur, hákarl og graut, silunga, hrútspunga, hákarl og naut. Og þetta allt ég fæ. Ég bara í það næ, því allt er til á þessum bæ. Mig langar mikið í jarðarber, mig langar mikið í séniver, í…

Láki jarðálfur

Láki jarðálfur (Lag og texti: Sverrir Stormsker) Komdu‘ út að hrekkja, komdu‘ út að svekkja fólkið. Við skulum klekkja á nágrönnum. Við skulum spræna á þæga og væna krakka. Við skulum ræna úr búðunum. Það er svo skemmtilegt að stríða, drengur. Við megum engan veginn bíða lengur, klukkan gengur. Við skulum pota í rassa á…

Furstinn

Furstinn (Lag / texti: Sverrir Stormsker / Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) Vor öld vill eiga fursta en engan frjálsan mann, og sá mun svikinn verða, er sannleikanum ann. Því þykir augljóst orðið, að öllum henti best að gera þá að guðum, sem geta logið mest. Í slíku réttarríki er ráðum furstans hlýtt. Hans orð er…

Ég er hlandauli

Ég er hlandauli Lag og texti Sverrir Stormsker Ég er hlandauli, klunni og algjört naut. Ég er skíthaus og því er mitt líf í graut. Ég kann ekkert, ég veit ekkert, ég ekkert skil né get. Ég er algjört met. Amma segir að í mér sé skrúfa laus. Afi spyr mig oft til hvers ég…

Útó-pía

Útó-pía (Lag / texti: Sverrir Stormsker) Svaka er daman sæt í framan. Svona píu gef ég tíu. Fallegri augu aldrei hef ég augum barið fyrr. Ég trúi varla eigin augum, er ég kannski að fara á taugum? Langflestar stelpur líkjast draugum en þessi minnir á mig. Heyrðu ljóska, viltu líta‘ á mig, ég er að…

Socrates

Socrates (Lag og texti: Sverrir Stormsker) My man is Debussy, I like old Tchaikovsky. And Beethoven I give a ten with other supermen. I vote for Harold Lloyd, I woreship Sigmund Freud and John Wayne and Mark Twain and you and Michael Caine. Sing a song for Socrates, the spiritual Hercules. Let‘s sing some more…

Hér, þar og alls staðar

Hér, þar og alls staðar (Lag og texti: Sverrir Stormsker) Hún mamma vill mér vel, þó verður mér ekki um sel þegar hún fræðir mig um hætturnar, hún hræðir mig. Mér alveg bannar hún að fara‘ út á Miklatún. Þar séu hundingsspott sem vilja gefa börnum gott. Slordónar eru þar alls staðar, sjúklingar, skíthælar, glæponar.…

Amma

Amma (Lag og texti: Sverrir Stormsker) Amma er grálúsug, grettin og feit, með gleraugu, klaufir og horn, og hún er með kryppu og handónýtt skegg. Menn halda að frúin sé norn. Hún býr ein í kofa á kyndugum stað. Í kjallara geymir hún pott. Þar sýður hún krakka í kippum hvern dag, því ketið af…

Nær þér

Nær þér (Lag / texti: Bríet Ísis Elfar) Gullið glitrar og lýsir veginn, sigli dáleidd yfir sundin. Ég er Kapteinn Krókur, þú ert faldi fjársjóðurinn. Frosið hjarta verður hlýtt, skýið svarta verður hvítt, ég fann aftur það sem var týnt. Úú – hver ert þú? Af hverju ertu að skína svona skært – skína svona…

Rauðar rósir fölna

Rauðar rósir fölna (Lag / texti: Bríet Ísis Elfar) Keyrðum af stað, ungt ástfangið par með draum og ævintýraþrá. Þú mér við hlið, var allt sem ég þurfti. Til að líta upp og gleyma mér í smá. Eg fór aðra leið og nú rata ég ekki aftur heim í hús. en útsýnið dregur mig lengra…

Hann er ekki þú

Hann er ekki þú (Lag / texti: Bríet Ísis Elfar) Segðu‘ mér eitt, hangir rauða plakatið enn upp á vegg? Segðu‘ mér eitt, ertu búinn‘ að plana lífið þitt í gegn? Sit og horfi‘ á þig, hvar misstum við þráðinn? Þú spyrð mig um lífið og framtíðina, það hellist yfir mig kvíði því þú ert…

Rólegur kúreki

Rólegur kúreki (Lag / texti: Bríet Ísis Elfar) Blind, blinduð af þér, ég mála upp mynd sem ég er sátt með en þú labbar um með skammbyssu og dregur hana úr slíðrinu og miðar henni á alla í kring. Með höndina á sylgjunni og sveifluna á lykkjunni en ég lít alltaf undan, af því, brosið…

Gjugg í borg

Gjugg í borg (Lag / texti: Valgeir Guðjónsson / Valgeir Guðjónsson og Gylfi Kristinsson) Það var einn góðan veðurdag mig langaði‘ oná torg svo ég þeysti beint í konuna og sagði: Gjugg í borg, ég sagði: Gjugg í borg, mig langaði‘ oná torg en konan mín svo feit og fín hún rak upp mikið org.…

Draumur okkar beggja

Draumur okkar beggja (Lag / texti: Valgeir Guðjónsson og Jakob F. Magnússon) Draumur okkar beggja, draumur okkar beggja, draumur okkar beggja, draumur okkar beggja. Ég kvaddi þig er ég fór á sjóinn og sólin skein á iðgrænan móinn, ég kvaddi þig og þú kvaddir mig, við kvöddum bæði hvort annað. Og svo þegar ég var…

Vítahringur

Vítahringur (Lag / texti: Halldór Fannar Ellertsson) Á milli hárra húsa, inni í miðri borg, byggt var stærðar bákn úr steypu og stáli. En innan þeirra veggja er múruð mannsins sorg, hann steiktur er þar yfir hægu báli. Brotið er hans sjálfstraust, ærulaus og bitur, glötuð er hans sómatilfinning. Því eftir á er alltaf gott…

Esjan

Esjan (Lag / texti: Bríet Ísis Elfar) Tveir þreyttir fætur toga hvern annan í takt eftir einbreiðum vegi sem liggur í öfuga átt. Gróðurinn grætur, þögnin hún segir svo margt, allt er síendurtekið, samt er svo mikið ósagt. Ég sver að grasið var grænna og fjarlægðin hér ein og allt er svo litlaust og grátt…

Draumaland

Draumaland (Lag / texti: Bríet Ísis Elfar) Á leynistað þar, geymi ég allt sem ég á en þú mátt fá það. Kassetta og bíllyklar og ekkert plan um áfangastað. Bara‘ að elta sólina með þér, þræða alla firðina inn í draumaland. Á leynistað þar, geymi ég allt sem ég á en þú mátt fá það.…

Djúp sár gróa hægt

Djúp sár gróa hægt (Lag / texti: Bríet Ísis Elfar) Manstu fyrst flugtakið, manstu fyrsta snertingin, kossinn uppi‘ á þaki, nóttin horfði grafkyrr. Manstu þunga sorgin, Manstu‘ öll ljótu orðin, ég meinti ekkert af því, ég var týnd og alein. Hvort stingur meira að halda‘ í það sem var eða kveðja og sleppa, spyr en…