Afmælisbörn 23. maí 2023

Fimm afmælisbörn koma við sögu í dag: Kári Þormar (Kárason) kórstjórnandi og organisti er fimmtíu og fimm ára gamall í dag. Kári sem í dag er stjórnandi Dómkórsins og organisti kirkjunnar, hefur komið víða við á sínum ferli og starfaði til að mynda við Áskirkju, Fríkirkjuna og víðar. Kári nam orgel- og píanóleik hér heima,…

Afmælisbörn 22. maí 2023

Afmælisbörn dagsins á Glatkistunni eru fimm talsins að þessu sinni: Eva Ásrún Albertsdóttir söngkona er sextíu og fjögurra ára gömul í dag. Þótt hún hafi lengstum verið þekktust sem bakraddasöngkona hefur hún sungið með fleiri hljómsveitum en marga grunar, þar má nefna Brunaliðið, Smelli, Chaplin, Módel, Snörurnar og svo í þríeykinu Ernu, Evu, Ernu. Einnig…

Afmælisbörn 21. maí 2023

Fimm afmælisbörn koma við sögu í dag í gagnagrunni Glatkistunnar: Íris Kristinsdóttir söngkona er fjörutíu og átta ára gömul á þessum degi. Íris vakti fyrst athygli með hljómsveitinni Írafári sumarið 1998 en sló síðan í gegn ári síðar sem gestasöngvari með Sálinni hans Jóns míns á frægum órafmögnuðum tónleikum sem gefnir voru út. Síðar söng…

Miserable people – ný smáskífa Myrkva

Þriðja smáskífa dúósins Myrkva af væntanlegri breiðskífu er nú komin út en smáskífan ber heitið Miserable people og mætti skilgreina tónlistina sem þægilegt indí-gítarpopp, skífan er nú aðgengileg á streymisveitum og sem myndband á Youtube. Þetta nýjasta Myrkvaverk er grúví smellur og löðrandi af ádeilu. Hið vansæla fólk virðist skemmta sér vel, þar til tónlistin…

Afmælisbörn 20. maí 2023

Afmælisbörn dagsins eru eftirfarandi: Pétur Jónasson gítarleikari er sextíu og fjögurra ára gamall á þessum degi. Pétur nam gítarleik fyrst hér heima en fór til framhaldsnáms til Mexíkó, Spánar og víðar, hann hefur haldið fjölda einleikaratónleika víða um heim og í öllum heimsálfum. Ein sólóplata hefur komið út með gítarleik Péturs en hann hefur þó…

Afmælisbörn 19. maí 2023

Í dag eru á skrá Glatkistunnar fimm afmælisbörn: Ólafur Vignir Albertsson píanóleikari er áttatíu og sjö ára gamall á þessum degi, enginn veit hversu oft hann lék undir við „síðasta lag fyrir fréttir“ en mun vera þó vera oftar en nokkur annar. Ólafur nam píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík en lauk síðan framhaldsnámi í London…

Afmælisbörn 18. maí 2023

Á þessum degi eru þrjú tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Fyrst skal telja söngvarann Sævar Sverrisson en hann er sextíu og sex ára gamall. Sævar hefur sungið með fjöldanum öllum af misþekktum hljómsveitum og  margir muna eftir honum í hljómsveitinni Spilafíflum í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík. Meðal annarra sveita sem hann hefur verið í má…

Söngfélag Skaftfellinga í Reykjavík (1972-)

Kór sá sem iðulega er kallaður Söngfélag Skaftfellinga í Reykjavík eða Skaftfellingakórinn hefur starfað í áratugi og er að mestu skipaður brottfluttum Skaftfellingum búsettum á höfuðborgarsvæðinu. Kórinn hefur gefið út nokkrar plötur og hefur margsinnis farið í söngferðir á átthagaslóðir og víðar. Söngfélag Skaftfellinga var stofnað innan Skaftfellingafélagsins árið 1972 af Jóni Ísleifssyni en Skaftfellingafélagið…

Söngfélag Sigtryggs Guðlaugssonar (1879-88)

Sigtryggur Guðlaugsson prestur og framámaður í ýmsu s.s. tónlistarmálum og stofnaði m.a. ungmennaskóla á Núpi í Dýrafirði sem síðar varð að héraðsskóla, starfrækti á yngri árum á æskuslóðum sínum í Garðsárdal í Öngulsstaðahreppi söngfélag sem hér er kennt við hann en gæti allt eins hafa borið nafnið Söngfélag Öngulsstaðahrepps eða hafa verið nafnlaust. Félagið stofnaði…

Söngfélag Siglufjarðar (1958-63)

Söngfélag Siglufjarðar var hluti af öflugu söng- og tónlistarstarfi því sem var í gangi á Siglufirði í kringum 1960 en þá störfuðu einnig í bænum Karlakórinn Vísir og Lúðrasveit Siglufjarðar auk þess hljómsveitin Gautar var þar afar vinsæl. Söngfélag Siglufjarðar varð til fyrir tilstuðlan Sigursveins D. Kristinssonar sem þá var nýfluttur til Siglufjarðar og hann…

Söngfélag Seyðisfjarðar (1880-1900)

Söngfélag, fleiri en eitt starfaði á Seyðisfirði laust fyrir aldamótin 1900 og gengu að líkindum flest eða öll undir nafninu Söngfélag Seyðisfjarðar. Árið 1880 stofnaði Valdimar Blöndal slíkt söngfélag og stjórnaði því en ekki liggur fyrir hversu lengi það starfaði, þá stofnaði Þorsteinn Stefánsson söngkennari annað félag haustið 1883 og starfaði það um veturinn og…

Söngfélag prentara (1899-1904)

Söngfélag eða karlakór var stofnað innan Prentarafélagsins (Hins íslenska prentarafélags st. 1897) en prentarar voru þá tiltölulega ný starfsstétt iðnaðarmanna, félagið hlaut nafnið Söngfélag prentara og starfaði á árunum 1899 til 1904. Prentarastéttin var ekki fjölmenn á þessum upphafsárum en hátt hlutfall prentara tók þátt í söngstarfinu og voru á bilinu tólf til fimmtán söngmenn…

Söngfélag Skaftfellinga í Reykjavík – Efni á plötum

Söngfélag Skaftfellinga í Reykjavík – Mín sveitin kær Útgefandi: Söngfélag Skaftfellinga Útgáfunúmer: SFS 001 Ár: 1981 1. Skaftárþing 2. Glitperlur glóa 3. Hornafjörður 4. Í álögum 5. Hún kyssti mig 6. Mín sveitin kær 7. Vorhimin 8. Fyrstu vordægur 9. Æðri ómur 10. Fjær er hann ennþá 11. Rökkuró 12. Vögguljóð 13. Kvöldið er fagurt…

Söngfélag Oddeyrar (um 1874-88)

Söngfélag var starfandi á Oddeyrinni á Akureyri á síðari hluta 19. aldar uns það virðist hafa sameinast Söngflokki Akureyrarbúa (og jafnvel fleiri söngfélögum) haustið 1888 og hlaut þá nafnið Söngfélagið Gígjan eða bara Gígjan.  Magnús Einarsson hafði leiðbeint söngfólki í báðum söngfélögunum en ekki liggur þó fyrir hversu lengi. Söngfélagið á Oddeyri gæti hafa verið…

Söngfélag Mýrdælinga (um 1895)

Óskað er eftir upplýsingum um söngfélag eða kór sem starfaði í Mýrdalnum í kringum 1895 eða undir lok 19. aldarinnar. Ekki er að finna neinar frekari heimildir um það s.s. hvenær það starfaði nákvæmlega, hversu stórt það var, hver stjórnaði söngnum eða hvert nafn félagsins var og er því leitað eftir upplýsingum þess efnis.

Söngfélag Mýrahrepps (1892-93)

Lítið er vitað um kór eða söngfélag sem starfrækt var í Dýrafirðinum annað hvort undir nafninu Söngfélag Mýrahrepps eða Söngfélag Dýrfirðinga en það var Kristinn Guðlaugsson á Núpi í Dýrafirði sem hafði frumkvæði að stofnun þess og stjórnaði söngnum, hann hafði þá kennt söng í sveitinni. Fyrir liggur að félagið var starfandi veturinn 1892-93, líklega…

Söngfélag Mountain byggðar (1926-29)

Söngfélag var starfrækt meðal Vestur-Íslendinga í Mountain í Norður-Dakóta sem ýmist var kallað Söngfélag Mountain byggðar eða Mountain söngfélagið. Félagið var starfandi að minnsta kosti á árunum 1926 til 29 og líklega ekki alveg samfellt því starfsemi þess virðist hafa verið að nokkru leyti háð heimsóknum Brynjólfs Þorlákssonar söngkennara sem fór á milli staða á…

Söngfélag Ólafsvíkur (1897-1903)

Söngfélag var starfrækt í Ólafsvík í kringum aldamótin 1900 og virðist hafa verið starfandi í nokkur ár. Heimildir eru fyrir því að það hafi verið komið til sögunnar haustið 1897 en kórinn söng á skemmtun sem haldin var til styrktar sjómannaekkjum fljótlega eftir áramótin. Þá eru heimildir um að félagið hafi enn verið starfandi árið…

Afmælisbörn 17. maí 2023

Hvorki fleiri né færri en átta tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Sigurður Karlsson trommuleikari er sjötíu og þriggja ára gamall í dag. Hann þótti einn albesti trommuleikari poppgeirans á áttunda áratugnum og spilaði með hljómsveitum eins og Change, Blúskompaníinu, Kinks, Póker, Sjálfsmorðssveitinni, Svanfríði, Brunaliðinu, Eik og Friðryk svo fáeinar séu nefndar. Jón…

Afmælisbörn 16. maí 2023

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Jónas Sigurðsson skal fyrstan telja en hann er fjörutíu og níu ára gamall í dag. Jónas hafði spilað á trommur með fjölmörgum hljómsveitum á sínum yngri árum og má þar nefna bönd eins Sólstrandagæjana, Trassana, Ýmsa flytjendur og Blöndustrokkana. Sólóferill Jónasar hófst 2006 þegar fyrsta…

Afmælisbörn 15. maí 2023

Eitt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Rúnar Erlingsson bassaleikari frá Raufarhöfn er sextíu og fimm ára gamall á þessum degi. Rúnars verður alltaf minnst sem eins af Utangarðsmönnum sem slógu í gegn sumarið 1980 en hann lék einnig með tengdum sveitum í kjölfarið, s.s. Bodies, Mögulegt óverdós, Puppets, Jasmini og Egó. Rúnar…

Afmælisbörn 14. maí 2023

Tónlistartengd afmælisbörn Glatkistunnar eru fjögur í dag: Ámundi Ámundason (Ámi) einn þekktasti umboðsmaður og plötuútgefandi áttunda áratugarins er sjötíu og átta ára gamall í dag. Ámundi annaðist umboðsmennsku fyrir hljómsveitir eins og Hljóma, auk þess að gefa út plötur undir merkjum ÁÁ-records. Hann markar þannig upphaf útgáfusögu Stuðmanna og Jóhanns G. Jóhannssonar en alls komu…

Afmælisbörn 13. maí 2023

Afmælisbörn Glatkistunnar eru fjögur talsins í dag: Tónskáldið Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson er sextíu og fimm ára gamall í dag. Hann bar fyrst á góma fjölmiðla á fyrri hluta áttunda áratugarins sem tónlistarmaður með hljómsveitinni Síberíu og síðar Melchior þar sem hann lék á gítar. Hann fór síðar í tónsmíðanám, fyrst í Reykjavík en síðan í…

Afmælisbörn 12. maí 2023

Níu tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Helga Möller á sextíu og sex ára afmæli í dag. Helga er iðulega kölluð diskódrottning Íslands en einnig mætti kalla hana drottningu jólalaganna. Hún söng m.a. ásamt Jóhanni Helgasyni í dúettnum Þú og ég, auk Celsius, Moldrok, Melchior og Snörunum hún byrjaði reyndar sinn söngferil…

Afmælisbörn 11. maí 2023

Þrjú afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Jóhann (Óskar) Hjörleifsson trommu- og slagverksleikari með meiru á stórafmæli en hann er fimmtugur í dag. Jóhann var trommuleikari Sálarinnar hans Jóns míns en hefur aukinheldur leikið með sveitum eins og Jagúar, Rokkabillíbandi Reykjavíkur, Stórsveit Reykjavíkur, Trix, Ullarhöttunum, Tríó Björns Thoroddsen og Straumum & Stefáni. Session-mennska…

Greta Salóme – Never forget

Greta Salóme & Jónsi – Never forget [ep promo] Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2012 1. Never forget Flytjendur: Greta Salóme Stefánsdóttir – söngur og fiðla Jón Jósep Snæbjörnsson – söngur og raddir Eiður Arnarsson – bassi Friðrik Ómar Hjörleifsson – raddir Gísli Magnason – raddir Guðrún Árný Karlsdóttir – raddir meðlimir í…

Söngvakeppni Sjónvarpsins [3] – efni á plötum

Söngvakeppni Sjónvarpsstöðva – ýmsir Útgefandi: Skífan Útgáfunúmer: SLP 028 Ár: 1987 1. Halla Margrét Árnadóttir – Hægt og hljótt 2. Björgvin Halldórsson og Erna Gunnarsdóttir – Lífsdansinn 3. Björgvin Halldórsson – Ég leyni minni ást 4. Jóhann Helgason – Í blíðu og stríðu 5. Björgvin Halldórsson – Mín þrá 6. Jóhanna Linnet – Sumarást Flytjendur:  Halla Margrét Árnadóttir…

Söngvakeppni Sjónvarpsins 2012 – Mundu eftir mér / Never forget

Snemma hausts 2011 höfðu breytingar verið boðaðar á fyrirkomulagi undankeppni Eurovision, þá var reiknað með að könnun yrði gerð meðal þjóðarinnar sem myndi kjósa lagahöfunda í keppnina, og þeir höfundur myndu semja lög sem kepptu til úrslita á einu úrslitakvöldi. Þetta nýja fyrirkomulag virðist ekki hafa náð hljómgrunni einhvers staðar í ferlinu og fáeinum vikum…

Vinir Sjonna – Coming home

Vinir Sjonna – Coming home Útgefandi: SJ Útgáfunúmer: SJ 001 Ár: 2011 1. Coming home 2. Aftur heim 3. Waterslide 4. Reality 5. Love is you 6. Coming home (instrumental version) 7. Go your own way 8. I lose my head 9. Empty 10. Calm 11. Here 12. Free 13. Sun* Flytjendur: Benedikt Brynleifsson – söngur og trommur Hreimur…

Söngvakeppni Sjónvarpsins 2011 – Aftur heim / Coming home

Óhætt er að segja að framkvæmd undankeppni Eurovision hafi verið í nokkru uppnámi eftir óvænta atburði mitt í miðri keppninni árið 2011 sem varð til þess að framlag Íslendinga um vorið var sveipað sorg en var um leið falleg minningarathöfn um höfundinn. Þegar lagahöfundar og keppendur voru kynntir til sögunnar undir lok árs 2010 var…

Eyþór Ingi – Ég á líf

Eyþór Ingi – Ég á líf [ep] Útgefandi: Hands up music Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2013 1. Ég á líf (original version) 2. Ég á líf (karaoke version) Flytjendur: Eyþór Ingi Gunnlaugsson – söngur [engar upplýsingar um aðra flytjendur]     Eyþór Ingi – Ég á líf [ep promo] Útgefandi: Hands up music Útgáfunúmer: [án…

Söngvakeppni Sjónvarpsins 2013 – Ég á líf

Ákveðið var undankeppni Eurovisison keppninnar árið 2013 yrði með nokkru breyttu sniði eftir gagnrýni sem fyrirkomulagið hafði fengið árið á undan en þá höfðu úrslit keppninnar í raun ráðist á dómnefndinni en þjóðin hafði kosið lagið sem lenti í öðru sæti. Fyrirkomulagið yrði nú með þeim hætti að vægi dómnefndar og símakosningar yrði 50/50 (eins…

Hera Björk – Je ne sais quoi

Hera Björk – Je ne sais quoi [ep promo] Útgefandi: Hands up music Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2010 1. Je ne sais quoi (official version) 2. Je ne sais quoi (candle light version) 3. Je ne sais quoi (karaoke version) 4. Je ne sais quoi (french version) Flytjendur: Hera Björk Þórhallsdóttir – söngur [engar upplýsingar…

Söngvakeppni Sjónvarpsins 2010 – Je ne sais quoi

Ekki var laust við að íslenska þjóðin fylltist bjartsýni fyrir Eurovision keppnina 2010 eftir frábæran árangur Jóhönnu Guðrúnar árið á undan og nú bar svo við að áður óséður lagahöfundur, Bubbi Morthens gaf út að hann yrði meðal keppenda en hann samdi lag í samstarfi við Óskar Pál Sveinsson sem sigrað hafði árið á undan…

Söngfélag í Reykjavík (1872-75)

Saga Söngfélags í Reykjavík eins og það var kallað, er örlítið flókin því söngfélag þetta var hluti af sögu annars félags eða öllu heldur tveggja annarra söngfélaga. Árið 1862 hafði Jónas Helgason söngmálafrömuður stofnað söngfélag sem líklega hafði ekki opinbert nafn en var síðar kallað Söngfélagið Harpa. Um var að ræða karlakór sem var annar…

Söngfélag Latínuskólans (1854-1917)

Kór sá sem hér er kallaður Söngfélag Latínuskólans en gæti allt eins verið kallaður Söngfélag Lærða skólans, Skólakór Latínuskólans, Kór skólapilta í Lærða skólanum eða eitthvað þvíumlíkt, telst vera fyrsti kór landsins og markar því tímamót í íslenskri söng- og kórsögu. Kórinn varð jafnframt fyrstur kóra hérlendis til að syngja opinberlega og að halda tónleika.…

Söngfélag Keflavíkur (1912-13)

Óskað er eftir upplýsingum um kór eða söngflokk sem gekk undir nafninu Söngfélag Keflavíkur og starfaði á árunum 1912 og 1913 í Keflavík, hversu lengi það starfaði, hver annaðist söngstjórn o.s.frv.

Söngfélag Íslensku kirkjunnar í Wynyard (1937-40)

Í samfélagi Vestur Íslendinga í Kanada voru víða starfandi söngfélög við íslenskar kirkjusóknir og eitt slíkt var stofnað haustið 1937 við sambandskirkjuna í Wynyard í Saskatchewan undir nafninu Söngfélag Íslensku kirkjunnar í Wynyard (einnig kallað Söngflokkur Íslensku kirkjunnar í Wynyard). Sá kór var blandaður og varð strax fjölmennur, skipaður ungu fólki að mestu og söng…

Söngfélag Íslendinga í Victoria (1891-92)

Á árunum 1891 og 92 starfaði kór í byggðum Vestur-Íslendinga í Victoria í Bresku Kólumbíu á vesturströnd Kanada en upplýsingar um það söngfélag eru af skornum skammti. Tryggvi Jónsson mun hafa verið söngstjóri þess en sá Tryggvi hvarf sporlaust árið 1893 svo líklegt er að þar með hafi starfsemi Söngfélags Íslendinga í Victoria verið hætt.…

Söngfélag Íslendinga í Selkirk (?)

Samfélag Vestur-Íslendinga í Selkirk í Manitoba fylki í Kanada byrjaði að myndast á síðustu áratugum 19. aldar og rétt um aldamótin 1900 bjuggu þar um sex hundruð Íslendingar. Fyrir liggur að virkt söngfélag var þar starfandi meðal Íslendinganna árið 1898 en upplýsingar um það eru afar takmarkaðar. Þrátt fyrir að Selkirk sé í aðeins um…

Söngfélag Íslendinga í Saskatchewan (1906-09)

Söngfélag eða kór Vestur-Íslendinga í Saskatchewan fylki í Kanada, hér kallað Söngfélag Íslendinga í Saskatchewan, var starfandi ár árunum 1906 til 1909 að minnsta kosti. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvar í fylkinu söngfélagið starfaði en stofnandi þess (og hugsanlega einnig stjórnandi söngsins) var Snorri Kristjánsson sem búsettur var í Mozart í Saskatchewan á árunum 1902-20.…

Söngfélag Langnesinga (1875-78)

Söngfélag var starfrækt norður á Langanesi á árunum 1875 til 78 að minnsta kosti en ekki liggur fyrir hvert nafn félagsskaparins var, hér er það kallað Söngfélag Langnesinga. Söngfélagið fór fljótlega að beita sér fyrir bættum söng í Sauðaneskirkju og safnaði svo fyrir orgeli í kirkjuna, forsvarsmenn kórsins munu hafa verið lítt fróðir um slíkan…

Söngfélag Landsmiðjunnar (1944-45)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um Söngfélag Landsmiðjunnar en það var að öllum líkindum stofnað árið 1944 og starfaði ennþá ári síðar. Takmarkaðar upplýsingar er að finna um þetta félag, m.a. um hvort var að ræða eiginlegan kór eða einungis félagsskap þar sem fólk kom saman og söng, jafnframt vantar upplýsingar um stjórnanda/stjórnendur félagsins, fjölda meðlima…

Söngfélag Kristniboðsfélaganna í Reykjavík (1932-34)

Söngfélag var stofnað meðal kristniboðsfélaganna í Reykjavík haustið 1932 en um var að ræða sameiginlegan blandaðan kór félaganna. Ekki liggur fyrir hversu lengi þessi kór starfaði, hann söng líkast til árið 1934 en ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um hann eftir það né heldur hver hafði með söngstjórn hans að gera. Að öllum líkindum kom…

Afmælisbörn 10. maí 2023

Fimm tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: (Guðbjörn) Reynir Guðsteinsson tenórsöngvari frá Vestmannaeyjum fagnar stórafmæli en hann er níræður í dag, hann hefur sungið einsöng með ýmsum kórum á plötum, þar má nefna Maíkórinn, Kór Snælandsskóla og Samkór Vestmannaeyja en Reynir hefur einnig sungið með Karlakór Reykjavíkur. Hann gaf út sólóplötuna Ég er…

Afmælisbörn 9. maí 2023

Í dag eru afmælisbörn dagsins sex talsins: Páll Pampichler Pálsson tónskáld og tónlistarfrömuður hefði orðið 95 ára í dag en hann lést fyrr á þessu ári, hann var upphaflega Austurríkismaður sem hingað kom seint á fimmta áratugnum, stýrði lúðrasveitum, kórum og hljómsveitum á borð við Lúðrasveit Reykjavíkur, Karlakór Reykjavíkur og Sinfóníuhljómsveit Íslands, auk þess að…

Afmælisbörn 8. maí 2023

Sjö tónlistartengd afmælisbörn eru í gagnagrunni Glatkistunnar að þessu sinni: Ari Jónsson söngvari og trommuleikari er sjötíu og þriggja ára gamall í dag. Auk þess að hafa gefið út sólóplötur og sungið á plötum ýmissa annarra listamanna, hefur Ari sungið og leikið með fjölmörgum hljómsveitum á borð við Roof tops, Ómum, Altó, Borgís, Pónik, Sheriff,…

Afmælisbörn 7. maí 2023

Fimm afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum ágæta degi: Svavar Lárusson söngvari frá Neskaupstað er níutíu og þriggja ára gamall á þessum degi. Svavar söng inn á fjölmargar 78 snúninga plötur hér á árum áður og meðal laga sem urðu vinsæl með honum má nefna Ég vild‘ ég væri og Hreðavatnsvalsinn. Svavar má með…

Afmælisbörn 6. maí 2023

Afmælisbörn Glatkistunnar eru þrjú í dag: Nanna Bryndís Hilmarsdóttir söngkona, gítarleikari og stofnandi hljómsveitarinnar Of monsters and men er þrjátíu og fjögurra ára gömul í dag. Nanna Bryndís, sem kemur úr Garði, kom fyrst í stað fram sem trúbador undir nafninu Songbird, hún hafði einnig tekið þátt í söngkeppni framhaldsskólanna og verið í hljómsveitinni Pointless…

Afmælisbörn 5. maí 2023

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Herbert Viðarsson bassaleikari frá Selfossi er fjörutíu og sjö ára gamall á þessum degi. Hebbi er í hljómsveitinni Skítamóral eins og flestir vita en hann hefur einnig leikið með sveitum eins og Boltabandinu á Selfossi, Boogie knights, Ceres 4, Miðnesi, The Sushi‘s og Kántrýsveitinni Klaufum.…