
Hallbjörn, Johnny King og Siggi Helgi
Dalton bræður skemmtu á kántrýhátíð sem haldin var á Skagaströnd sumarið 1984.
Hvergi kemur fram hvort um var að ræða hljómsveit eða söngflokk, jafnvel skemmtiatriði af öðrum toga en líklegast þykir að þarna hafi verið á ferðinni þeir Hallbjörn Hjartarson, Siggi Helgi (Sigurður Helgi Jóhannsson) og Johnny King (Jón Víkingsson). Þeir skemmtu einmitt á þessari hátíð, sem Hallbjörn hélt utan um.














































